BREYTA

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að Íslendingar voru innlimaðir í Nató í skjóli ofbeldis gegn friðsömum mótmælendum. Alla tíð síðan hefur aðildin verið smánarblettur á íslenskri utanríkisstefnu. Tilgangur Nató hefur frá upphafi verið að nýtast sem framlenging á hagsmunum stærstu aðildarríkja sinna og ljá stefnu Bandaríkjastjórnar lögmæti. Í seinni tíð hefur bandalagið gerst sífellt árásargjarnara utan sinna landamæra og hefur skilið eftir sig blóði drifna slóð á Balkanskaga, í Afganistan, Líbýu og víðar. Ísland ber beina ábyrgð á þessum styrjeldum í gegnum aðild sína að árásarbandalaginu. Yfirlýst stefna Nató um stóraukin hernaðarútgjöld þjónar hagsmunum vopnaframleiðenda, stóreykur mengun, elur á misskiptingu og kemur í veg fyrir að öðrum og brýnni verkefnum sé sinnt. Nató hefur áskilið sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og hefur beitt sér gegn öllum tilraunum til kjarnorkuafvopnunar. Eignarhald og geymsla á kjarnorkuvopnum, hvað þá hótanir um beitingu þeirra eru siðlausar með öllu. Stríðs- og kjarnorkustefna Nató er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Ísland á ekkert erindi í Nató. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess í tilefni af þessum tímamótum að þjóðin fái að greiða atkvæði um úrsögn úr bandalaginu.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Aðalsalur Friðarhúss er í útleigu vegna einkafundar.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Sigríður Kristinsdóttir, …

SHA_forsida_top

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Tveir fundir voru haldnir í Reykjavík 18. mars til að mótmæla Íraksstríðinu. Húsfyllir var á …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn stríðinu í Írak á alþjóðlegum baráttudegi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15 Samtök herstöðvaandstæðinga Morgunkaffi verður í Friðarhúsi frá kl. …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Heimildarmyndin Uncovered - The War on Iraq verður sýnd í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Æsum til friðar

Æsum til friðar

Tónleikar á Gauknum 17. mars Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin - …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. …

SHA_forsida_top

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA) ætlar að hittast á Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn …

SHA_forsida_top

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd …

SHA_forsida_top

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn …