BREYTA

Íslendingar hafni pyntingum

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, CIA, fái að millilenda á Íslandi með fanga sem verið er að flytja í leynilegar fangabúðir eða til ríkja þar sem fangar eru pyntaðir. Þess er krafist að íslensk stjórnvöld geri viðeigandi ráðstafanir til að útiloka að land og lofthelgi Íslands séu misnotuð til slíkra verka og til annarra brota á þjóðarrétti. Samtökin benda á að Bandaríkin brjóta með kerfisbundnum hætti réttindi fanga og alþjóðarétt. Ísland á að segja sig úr samtökum sem lúta forystu lögbrjóta og pyntingarmeistara.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …