BREYTA

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé á leið til starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar í Bagdad. Þar mun hún starfa sem upplýsingafulltrúi NATO og bera titilinn major. Íslendingar hafa lagt til friðargæsluliða í stöðuna frá 2005 eins og lesa má á vef utanríkisráðuneytisins. NATO vinnur að þjálfun yfirmanna í íraska hernum með það að markmiði að heimamenn geti tekið við stjórn öryggismála, segir í frétt Morgunblaðsins. Blaðið hefur einnig eftir forvera Herdísar í starfinu, Steinari Sveinssyni, að „dagarnir taki á sig ýmsar myndir og í gær hafi hann m.a. flogið með fjölmiðlamönnum og öðrum æðsta manni alþjóðaheraflans í Írak, til herakademíu og liðsforingjaskóla sem er tíu km utan við græna svæðið,“ en gæna svæðið er afgirt svæði Bandaríkjahers þar sem meðal annars er hið risastóra bandaríska sendiráð. Þetta verkefni NATO er kallað „The NATO Training Mission – Iraq“ (NTM-I) og má fræðast um það á vef NATO. Norður-Atlantshafsráðið, æðsta stjórn NATO, samþykkti verkefnið 17. nóvember 2004. Þetta verkefni var einhliða ákveðið af NATO sem hefur ekkert umboð frá Sameinuðu þjóðunum. Bandalagið, sem eins og allir vita lýtur forystu Bandaríkjanna, tekur að sér það verkefni fyrir hernámsveldið að þjálfa her þeirrar ríkisstjórnar sem starfar undir hernáminu. Þannig er hið svokallaða friðargæslulið ekkert annað en hluti þess hernámsliðs, sem kallað er alþjóðaheraflinn í tilvitnuninni hér að framan og starfar í Írak undir forystu Bandaríkjanna. Íslendingar taka því beinan þátt í stríði Bandaríkjanna í Írak, ekki aðeins með því að taka þátt í kostnaði við herflutninga til Íraks heldur líka með því að senda þangað íslenskan hermann. 26 ára gömul íslensk stúlka í hlutverki fjölmiðlafulltrúa NATO er alveg jafn mikilvægur liðsmaður í hernámsliðinu í Írak eins og hver annar hermaður. Sama dag og þessi frétt birtist í Morgunblaðinu var í Fréttablaðinu frétt af tveimur nýjum liðsmönnum íslensku „friðargæslunnar“ í Afganistan. Fréttin hefst á þessum orðum: „Íslenska friðargæslan tekur óðum á sig mýkri ásjónu og í vikunni fóru tvær ungar konur til starfa í Afganistan.“ Með fréttinni er mynd af þessum konum og er önnur í fullum herklæðum. Sú hefur titilinn „fyrsti liðþjálfi – first sergeant“ og verður vopnuð. Íslenska „friðargæslan“ í Afganistan er líka hluti af verkefni NATO, en þetta kallast „International Security Assistance Force“ (ISAF) (sjá vef NATO). Munurinn á ISAF og NMT-I er að ISAF starfar í umboði Sameinuðu þjóðanna. En þótt tekist hafi að kría út samþykki SÞ breytir það ekki því að NATO er þarna að sjálfsögðu að þjóna hagsmunum forysturíkis síns, Bandaríkjanna. Sjá einnig nýlegt frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu.

Færslur

SHA_forsida_top

Við uppfærum vefinn

Við uppfærum vefinn

fridur.is liggur tímabundið niðri Við uppfærum vefinn

SHA_forsida_top

Contact form 1

Contact form 1

Your Name (required) Your Email (required) Subject Your Message Friður.is "" From: …

SHA_forsida_top

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjáröflunarmánuður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. mars. Að þessu sinni munu félagar í miðnefd skipta …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Nýkjörin miðnefnd SHA kemur saman til fundar í fyrsta sinn n.k. þriðjudagskvöld 28. mars í …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktun um herlaust land Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 18. mars 2017 minnir á hve jákvætt …

SHA_forsida_top

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna um liðna helgi. Hana skipa: Aðalmenn: Auður …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA erður haldinn laugardaginn 18. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 Dagskrá: 11:00 Hefðbundin aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Eldamennskan á hinum mánaðarlega fjáröflunarmálsverði Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi, föstudaginn 24. febrúar, verður að þessu …

SHA_forsida_top

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Eitt síðasta embættisverk Obama Bandaríkjaforseta var að stytta fangelsisdóminn yfir uppljóstraranum Chelsea Manning. Á sínum …

SHA_forsida_top

SHA sendir þingmönnum bréf

SHA sendir þingmönnum bréf

Samtök hernaðarandstæðinga sendu eftirfarandi bréf til allra þingmanna á Alþingi með hvatningu til að vinna …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 27. janúar n.k. Freyr Rögnvaldsson sér um …

SHA_forsida_top

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Fréttatilkynning frá Samstarfshópi friðarhreyfinga: Daglega berast fregnir af skelfilegum afleiðingum styrjalda víðs vegar um veröldina. …

SHA_forsida_top

Það er löngu komið nóg!

Það er löngu komið nóg!

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Á liðnum dögum hafa borist fregnir af …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður Friðarhúss

Jólamálsverður Friðarhúss

Hinn árlegur jólamálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður föstudaginn 2. desember. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina …

SHA_forsida_top

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Fimmtudagskvöldið 24. nóvember býður Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu Samtökum hernaðarandstæðinga til samtals, en á þessu …