BREYTA

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé á leið til starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar í Bagdad. Þar mun hún starfa sem upplýsingafulltrúi NATO og bera titilinn major. Íslendingar hafa lagt til friðargæsluliða í stöðuna frá 2005 eins og lesa má á vef utanríkisráðuneytisins. NATO vinnur að þjálfun yfirmanna í íraska hernum með það að markmiði að heimamenn geti tekið við stjórn öryggismála, segir í frétt Morgunblaðsins. Blaðið hefur einnig eftir forvera Herdísar í starfinu, Steinari Sveinssyni, að „dagarnir taki á sig ýmsar myndir og í gær hafi hann m.a. flogið með fjölmiðlamönnum og öðrum æðsta manni alþjóðaheraflans í Írak, til herakademíu og liðsforingjaskóla sem er tíu km utan við græna svæðið,“ en gæna svæðið er afgirt svæði Bandaríkjahers þar sem meðal annars er hið risastóra bandaríska sendiráð. Þetta verkefni NATO er kallað „The NATO Training Mission – Iraq“ (NTM-I) og má fræðast um það á vef NATO. Norður-Atlantshafsráðið, æðsta stjórn NATO, samþykkti verkefnið 17. nóvember 2004. Þetta verkefni var einhliða ákveðið af NATO sem hefur ekkert umboð frá Sameinuðu þjóðunum. Bandalagið, sem eins og allir vita lýtur forystu Bandaríkjanna, tekur að sér það verkefni fyrir hernámsveldið að þjálfa her þeirrar ríkisstjórnar sem starfar undir hernáminu. Þannig er hið svokallaða friðargæslulið ekkert annað en hluti þess hernámsliðs, sem kallað er alþjóðaheraflinn í tilvitnuninni hér að framan og starfar í Írak undir forystu Bandaríkjanna. Íslendingar taka því beinan þátt í stríði Bandaríkjanna í Írak, ekki aðeins með því að taka þátt í kostnaði við herflutninga til Íraks heldur líka með því að senda þangað íslenskan hermann. 26 ára gömul íslensk stúlka í hlutverki fjölmiðlafulltrúa NATO er alveg jafn mikilvægur liðsmaður í hernámsliðinu í Írak eins og hver annar hermaður. Sama dag og þessi frétt birtist í Morgunblaðinu var í Fréttablaðinu frétt af tveimur nýjum liðsmönnum íslensku „friðargæslunnar“ í Afganistan. Fréttin hefst á þessum orðum: „Íslenska friðargæslan tekur óðum á sig mýkri ásjónu og í vikunni fóru tvær ungar konur til starfa í Afganistan.“ Með fréttinni er mynd af þessum konum og er önnur í fullum herklæðum. Sú hefur titilinn „fyrsti liðþjálfi – first sergeant“ og verður vopnuð. Íslenska „friðargæslan“ í Afganistan er líka hluti af verkefni NATO, en þetta kallast „International Security Assistance Force“ (ISAF) (sjá vef NATO). Munurinn á ISAF og NMT-I er að ISAF starfar í umboði Sameinuðu þjóðanna. En þótt tekist hafi að kría út samþykki SÞ breytir það ekki því að NATO er þarna að sjálfsögðu að þjóna hagsmunum forysturíkis síns, Bandaríkjanna. Sjá einnig nýlegt frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …