BREYTA

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

kjarnnei Belgísku friðarsamtökin Forum voor Vredesactie og Bombspotting hafa í samvinnu við Greenpeace hvatt til þess að í aðildarlöndum NATO taki menn sig til og leggi fram kæru á næstu lögreglustöð á hendur viðkomandi ráðamönnum og sendimönnum þeirra og starfsmönnum fyrir þátttöku í að móta og útfæra hernaðarstefnu NATO, sem felst m.a. í að koma fyrir kjarnorkuvopnum og heimila notkun þeirra. 8. júlí 1996 gaf Alþjóðadómstóllinn í Haag út þann úrskurð að það bryti gegn alþjóðalögum að beita kjarnorkuvopnum eða hóta beitingu þeirra. Jafnframt kvað dómstóllinn upp úr með það að skuldbindingin í 6. grein NPT-samningsins um eyðingu kjarnorkuvopna þýddi einfaldlega að öllum ríkjum sem ættu kjarnorkuvopn bæri skylda til að eyða þeim. Ofangreind samtök skipulögðu fyrst svona aðgerð haustið 2002. Meira en þúsund manns lögðu leið sína á næstu lögreglustöð í Belgíu og lögðu þar fram kæru á hendur stjórnvöldum til að leggja áherslu á andstöðu sína við kjarnorkuvopn. Síðan hefur þetta verið endurtekið nokkrum sinnum en að þessu sinni er ætlunin að gera þetta í a.m.k. 16 NATO-löndum, þ.á.m. Íslandi, og hafa kærubréf verið samin fyrir öll þessi lönd og er hægt að nálgast þau á heimasíðu Vredesactie. Ætlunin er að kærurnar verði lagðar fram áður en leiðtogafundur NATO hefst í Ríga í Lettlandi, en hann verður dagana 28.-29. nóvember. Bombspotting og Greenpeace munu svo 24. nóvember ákæra framkvæmdastjóra NATO í Brussel formlega og munu þá vísa til þeirra kæra sem lagðar hafa verið fram um alla Evrópu. Því þarf þetta í rauninni að gerast fyrir 24. nóvember. Nánari upplýsingar um tilhögun þessa hér á Íslandi verður birt innan skamms hér á Friðarvefnum. Staðlað form fyrir kæruna má nálgast hér. Sjá einnig: Complaint Day: Step by step instructions for making a complaint NATO Nuclear weapons Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi Illegality of nuclear weapons

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í október verður haldinn föstudagskvöldið 25. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Það er komið að fyrsta fjáröflunarmálsverði haustsins, föstudagskvöldið 27. september. Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðill: …

SHA_forsida_top

UVG mótmæla Nató-forkólfi

UVG mótmæla Nató-forkólfi

Ungliðar í Vinstri grænum boða til mótmæla við Norræna húsið fimmtudaginn 19. september kl. 9:30, …

SHA_forsida_top

Listin að selja stríð

Listin að selja stríð

(Þessi grein var send Fréttablaðinu 24. ágúst, þremur dögum eftir efnavopnaárásina í Damaskus, en blaðið …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um Sýrland

SHA og MFÍK funda um Sýrland

Samtök hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sameiginlegs fundar um málefni Sýrlands …

SHA_forsida_top

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Eftirfarandi pistill er eftir Þórarinn Hjartarson, formann Norðurlandsdeildar SHA. Árásarhneigð Vesturveldanna – með Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Samtök friðarhreyfinga vítt og breitt um Evrópu hafa á síðustu sólarhringum mótmælt harðlega grímulausum stríðsundirbúningi …

SHA_forsida_top

About Us - Extended

About Us - Extended

We've had the privilege to work with some awesome clients Phasellus enim libero, …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í lýðræðisfélaginu Öldu flutti ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

WHO birti upplýsingarnar!

WHO birti upplýsingarnar!

Samtök hernaðarandstæðinga eru ásamt MFÍK aðilar að alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að banni við notkun …

SHA_forsida_top

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

14.-20. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Allar upplýsingar má nálgast hér …

SHA_forsida_top

Headers

Headers

Check Out Some Of The Possible Combinations Every site should have its …

SHA_forsida_top

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Árið 1985 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga að fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna …