BREYTA

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

kjarnnei Belgísku friðarsamtökin Forum voor Vredesactie og Bombspotting hafa í samvinnu við Greenpeace hvatt til þess að í aðildarlöndum NATO taki menn sig til og leggi fram kæru á næstu lögreglustöð á hendur viðkomandi ráðamönnum og sendimönnum þeirra og starfsmönnum fyrir þátttöku í að móta og útfæra hernaðarstefnu NATO, sem felst m.a. í að koma fyrir kjarnorkuvopnum og heimila notkun þeirra. 8. júlí 1996 gaf Alþjóðadómstóllinn í Haag út þann úrskurð að það bryti gegn alþjóðalögum að beita kjarnorkuvopnum eða hóta beitingu þeirra. Jafnframt kvað dómstóllinn upp úr með það að skuldbindingin í 6. grein NPT-samningsins um eyðingu kjarnorkuvopna þýddi einfaldlega að öllum ríkjum sem ættu kjarnorkuvopn bæri skylda til að eyða þeim. Ofangreind samtök skipulögðu fyrst svona aðgerð haustið 2002. Meira en þúsund manns lögðu leið sína á næstu lögreglustöð í Belgíu og lögðu þar fram kæru á hendur stjórnvöldum til að leggja áherslu á andstöðu sína við kjarnorkuvopn. Síðan hefur þetta verið endurtekið nokkrum sinnum en að þessu sinni er ætlunin að gera þetta í a.m.k. 16 NATO-löndum, þ.á.m. Íslandi, og hafa kærubréf verið samin fyrir öll þessi lönd og er hægt að nálgast þau á heimasíðu Vredesactie. Ætlunin er að kærurnar verði lagðar fram áður en leiðtogafundur NATO hefst í Ríga í Lettlandi, en hann verður dagana 28.-29. nóvember. Bombspotting og Greenpeace munu svo 24. nóvember ákæra framkvæmdastjóra NATO í Brussel formlega og munu þá vísa til þeirra kæra sem lagðar hafa verið fram um alla Evrópu. Því þarf þetta í rauninni að gerast fyrir 24. nóvember. Nánari upplýsingar um tilhögun þessa hér á Íslandi verður birt innan skamms hér á Friðarvefnum. Staðlað form fyrir kæruna má nálgast hér. Sjá einnig: Complaint Day: Step by step instructions for making a complaint NATO Nuclear weapons Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi Illegality of nuclear weapons

Færslur

SHA_forsida_top

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Góðir tilheyrendur. Stundum er hugtökum best lýst með andstæðum eða andheitum sínum. Andstæða ljóss er …

SHA_forsida_top

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð háskólanema í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir hernaðarandstæðingar standa fyrir friðargöngum á Þorláksmessu líkt og undanfarin ár. Í Reykjavík verður gengið …

SHA_forsida_top

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í …

SHA_forsida_top

Bulletin á netinu

Bulletin á netinu

Bulletin of the Atomic Scientists er líklega kunnasta og virtasta tímarit heims á sviði afvopnunarmála. …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra Íslands var á annasömu ferðalagi í byrjun desember. Dagana 4. til 5. desember sat …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Hin árvissa bókmenntakynning MFÍK verður haldin laugardaginn 13. des. n.k. kl. 14 í MÍR-salnum Hverfisgötu …

SHA_forsida_top

Glæsileg menningardagskrá

Glæsileg menningardagskrá

Það verður boðið upp á vandaða menningardagskrá á fjáröflunarmálsverði og fullveldishátíð SHA n.k. föstudag (sjá …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Vísindaferð SHA

Vísindaferð SHA

Háskólastúdentar í vísindaferð í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Í dag, 17. nóvember, var í níunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp um friðlýsingu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Nú miðnefnd SHA var kjörinn á landsráðstefnu þann 15. nóvember. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktun landsráðstefnu SHA, 15. nóvember 2008, um málefni Atlantshafsbandalagsins: Næstkomandi vor verða liðin 60 ár …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktun um breskar herþotur og "loftrýmisgæslu": Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 15. nóvember, fagnar því …