BREYTA

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

kjarnnei Belgísku friðarsamtökin Forum voor Vredesactie og Bombspotting hafa í samvinnu við Greenpeace hvatt til þess að í aðildarlöndum NATO taki menn sig til og leggi fram kæru á næstu lögreglustöð á hendur viðkomandi ráðamönnum og sendimönnum þeirra og starfsmönnum fyrir þátttöku í að móta og útfæra hernaðarstefnu NATO, sem felst m.a. í að koma fyrir kjarnorkuvopnum og heimila notkun þeirra. 8. júlí 1996 gaf Alþjóðadómstóllinn í Haag út þann úrskurð að það bryti gegn alþjóðalögum að beita kjarnorkuvopnum eða hóta beitingu þeirra. Jafnframt kvað dómstóllinn upp úr með það að skuldbindingin í 6. grein NPT-samningsins um eyðingu kjarnorkuvopna þýddi einfaldlega að öllum ríkjum sem ættu kjarnorkuvopn bæri skylda til að eyða þeim. Ofangreind samtök skipulögðu fyrst svona aðgerð haustið 2002. Meira en þúsund manns lögðu leið sína á næstu lögreglustöð í Belgíu og lögðu þar fram kæru á hendur stjórnvöldum til að leggja áherslu á andstöðu sína við kjarnorkuvopn. Síðan hefur þetta verið endurtekið nokkrum sinnum en að þessu sinni er ætlunin að gera þetta í a.m.k. 16 NATO-löndum, þ.á.m. Íslandi, og hafa kærubréf verið samin fyrir öll þessi lönd og er hægt að nálgast þau á heimasíðu Vredesactie. Ætlunin er að kærurnar verði lagðar fram áður en leiðtogafundur NATO hefst í Ríga í Lettlandi, en hann verður dagana 28.-29. nóvember. Bombspotting og Greenpeace munu svo 24. nóvember ákæra framkvæmdastjóra NATO í Brussel formlega og munu þá vísa til þeirra kæra sem lagðar hafa verið fram um alla Evrópu. Því þarf þetta í rauninni að gerast fyrir 24. nóvember. Nánari upplýsingar um tilhögun þessa hér á Íslandi verður birt innan skamms hér á Friðarvefnum. Staðlað form fyrir kæruna má nálgast hér. Sjá einnig: Complaint Day: Step by step instructions for making a complaint NATO Nuclear weapons Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi Illegality of nuclear weapons

Færslur

SHA_forsida_top

Det Danske Fredsakademi

Det Danske Fredsakademi

Það er full ástæða til að vekja athygli á danska vefnum Det Danske Fredsakademi. …

SHA_forsida_top

Íslenska friðargæslan?

Íslenska friðargæslan?

Sjá myndbandið The Icelandic Crisis Response Unit

SHA_forsida_top

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Í Blaðinu hefur undanfarna daga verið fjallað um mengun af völdum hersins á Suðurnesjum. Margir …

SHA_forsida_top

Hvers vegna?

Hvers vegna?

Í þessari grein, sem birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2006, hrekur Vigfús Geirdal staðhæfingar …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

eftir Þórarin Hjartarson Vér herstöðvaandstæðingar verðum að ræða grundvöll starfs SHA í breyttu landi …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Dagskrá á vegum SHA í Friðarhúsi í tilefni Menningarnætur. Húsið verður opnað kl. 15 og …

SHA_forsida_top

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Næstkomandi laugardag verður efnt til menningarnætur í Reykjavík. Að því tilefni verður staðið fyrir margvíslegri …

SHA_forsida_top

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

STOP THE WAR COALITION - NEWSLETTER No. 2006/34 15 August 2006 Ef ályktun Öryggisráðs …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fundur VIMA

Fundur VIMA

Fundur VIMA í Friðahúsi

SHA_forsida_top

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Stöndum frekar saman - fordómalaus!

SHA_forsida_top

http://fridur.is/libanon/

http://fridur.is/libanon/

Við höfum tekið saman lista yfir efni tengt átökunum í Líbanon sem hefur birst á …

SHA_forsida_top

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Ræða Ragnars Stefánssonar við kertafleytingu á Akureyri, 9. ágúst, 2006 Þessi grimmdarlega árás endurspeglaði …

SHA_forsida_top

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar fóru fram í gærkvöldi, 9. ágúst, í Reykjavík og á Akureyri í minningu fórnarlamba …

SHA_forsida_top

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt …