BREYTA

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz.

Konur eiga að hafa rétt til þess að vera nákvæmlega jafn miklir skíthælar og karlar var setning sem féll í umræðu um hvort það hefði verið rétt af Knúzinu að birta á facebúkk síðu sinni grein þar sem framgangi kvenna innan árásabandalagsins NATO var fagnað. Og ég verð að viðurkenna að ég skil sjónarmiðið upp að vissu marki. Það virkar illa að einskorða stuðning okkar við framgang kvenna við þau samtök eða svið sem okkur líkar.  Ég styð til að mynda ekki Sjálfstæðisflokkinn en fagna svo sannarlega fleiri konum í forystusveitinni þar (þó sérstaklega femínístum) og trúi því einlæglega að það muni bæta samfélagið til lengri tíma að konur fái meiri áhrif og völd sama hvaða flokki þær tilheyra.  Það situr þó í mér hvað varðar stríðsrekstur.

Í mínum augum eru femínismi og friðarstefna samofin og ógerlegt að fylgja annarri stefnunni en ekki hinni.

Femínismi verður að enduruppgötva rætur sínar í friðarstefnu Í grein Rosemary Radford Ruether „Feminismi verður að enduruppgötva rætur sínar í friðarstefnu“ er farið yfir tengsl friðarstefnu og femínisma í gegnum tíðina en hún telur að þau megi rekja allt aftur til Lýsiströtu sem lagði til að hún fengi að stjórna fjármálum ríkisins til að koma í veg fyrir stríð. Jafnframt bendir hún á tengslin hvað varðar kvenfrelsishreyfingu Bandaríkjanna á 19. öldinni og þá sér í lagi hjá Kvekurum (Quaker theology) sem og síðar í baráttu fyrir kosningarétt kvenna.  

Kvekarar héldu því fram að konur og karlar lifðu ekki í sátt og samlyndi vegna þess að annar hópurinn hefði vald yfir hinum. Þetta var í kenningum þeirra rakið allt aftur til erfðasyndarinnar. Kúgun kvenna og ofbeldi gegn konum átti samkvæmt þeim ekki rætur í því að konan hefði óhlýðnast, heldur hinu að karlinn hefði nýtt tækifærið til að öðlast óréttmætt vald yfir öðrum.  Lausnin var því eins og Sarah Grimke lýsti því að konur þyrftu að bera höfuðið hátt og standa uppréttar á þeirri jörð sem „guð hafði ætlað okkur að byggja“. Körlum bæri að láta af mynstri ofbeldis og misnotkunar til að ná sátt við konur.

Í baráttu Súffragettanna fyrir kosningarétti var andstöðu þeirra við þátttöku í hernaði einmitt beitt gegn þeim. Sumir menn héldu því fram að barátta þeirra væri ólögmæt vegna þess að rétturinn til að kjósa og skyldan að verja landið væru samhangandi. Þar sem konur færu ekki í stríð gætu þær ekki fengið að kjósa. Leiðandi friðarsinnar og femínistar eins og Jane Adams svöruðu því til að stríð væru villimannsleg og gamaldags leið til að útkljá deilur milli þjóða. Siðmenntaðar þjóðir ættu að leysa deilur með samningum og sátt, ekki stríði. Það væri hlutverk kvenna þegar þær öðlist kosningarétt að nota atkvæði sín til að stöðva stríð.

En hvar afvegaleiddumst við ?

Því miður hefur draumur Jane um að femínismi og aukin réttindi kvenna muni stuðla að friði ekki enn ræst og ráðandi lausn í deilum milli og innan þjóða felst því miður oftar en ekki í stríði, ofbeldi og valdtöku. Þess í stað virðist baráttan í Bandaríkjunum  ­­- og víðar – hafa snúist upp í að konur hafi jafn mikinn rétt og karlar til að heyja stríð. Þannig hefur Bandaríkjaher lagt mikla áherslu á að breyta verkferlum og sinna fræðslu til að kenna körlum og taka konum sem jafningjum í hernaði. NATO hefur sömuleiðis lagt mikla áherslu á að fá konur til þátttöku.

Femínismi hefur á einhvern máta klofnað í tvö ólík markmið. Sumir líta svo á að árangur náist með því að leysa upp feðraveldisklúbbana sem koma í veg fyrir að konur geti öðlast hvaða frama sem þær vilja. Brjótum glerþakið og rífum niður girðingarnar. Út frá þessu sjónarmiði er markmiðinu náð þegar að konur verða jafningjar á við karla innan hersins og annarra stofnana og fyrirtækja sem karlmenn hafa einokað fram að þessu.

Aðrir líta svo á að það að konur geti gert allt hið sama og karlmenn hafi aldrei verið markmiðið heldur sé um að ræða dýpri samfélagsbreytingu fyrir konur jafnt sem karla, þ.e. að markmiðið sé ekki að konur megi vera eins og karlar heldur að nauðsynlegt sé að  brjóta mynstur og menningu ofbeldis og kúgunar. Frelsa karlmenn undan oki karlmennskunnar.

Femínismi er að þessu leyti nátengdur umhverfisvernd, friðarstefnu og baráttu gegn rasisma/fasisma, því markmiðið er að breyta hegðun og valdatengslum – skipta út arðráni og ofbeldi fyrir gagnkvæma virðingu og sátt.

Því miður töpum við stundum sýninni af hugmyndafræðinni og gleymum okkur í aðferðafræðinni, fögnum hverjum áfanga sem konur ná, hverju nýju vígi sem fellur. Með því á ég ekki við að ég geri lítið úr þeim skrefum sem við höfum þegar náð og mun ekki láta mitt eftir liggja í að fagna áfangasigrum þegar svo á við. Ég mun þó seint fagna því að konur fái að verða hermenn, fái inngöngu í vígi karlmennskunnar og leyfi til að drepa til jafns á við aðra. Fleiri konur í hernum munu ekki gera út af við feðraveldið né stuðla að friði. Það mun einungis búa til nýja jaðarhópa, meiri eymd og meiri kúgun. Í kerfi sem byggist á arðráni af einhverju tagi felst nefnilega að sumir verða undir, aðrir ofan á.

Við breytum ekki heiminum með því að kalla eftir jafnrétti til að drepa.

Rosemary Radford Ruether. (2002).  Feminism must rediscover pacifist roots.

Sarah Grimke (1837).  Letters “On the Equality of the Sexes and the Condition of Women.”

Jane Adams  var annálaður femínisti og friðarsinni sem m.a. stofnaði Woman‘s peace party sjá nánar hér.

 

Færslur

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Á miðvikudagskvöldum verða uppákomur í Friðarhúsi í allan vetur. Miðvikudagskvöldið 11. janúar verður almennur félagsfundur …

SHA_forsida_top

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum …

SHA_forsida_top

Tvær ferðasögur

Tvær ferðasögur

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í …

SHA_forsida_top

Opinn fundur MFÍK

Opinn fundur MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna funda í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll miðvikudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

Samningurinn um að hefta útbreiðslu kjarnavopna eða á ensku Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear …

SHA_forsida_top

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Ritsjórn Friðarvefsins óskar lesendum gleðilegs og friðsæls nýs árs. Frá því að Friðarvefurinn var endurskoðaður …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

20.5.2005 Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Séra Bjarni Karlsson flutti ávarp í lok friðargöngu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu. Ávarpið birtist hér …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi er opin milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu …

SHA_forsida_top

Mannréttindabrot - fangaflug

Mannréttindabrot - fangaflug

Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem …

SHA_forsida_top

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Hin árvissa friðarganga Samstarfshóps friðarhreyfinga leggur af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og …