BREYTA

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi flutti á fundi Sagnfræðingafélagsins 21. febrúar sl. Í erindi sínu kemur Birna víða við. Meðal annars víkur hún að því hvernig allt kapp var lagt á það eftir að herstöðvasamningurinn var gerður að koma í veg fyrir samneyti hermannanna við íslenskt kvenfólk. „Ástæðurnar sem lágu þar að baki voru bæði af þjóðernislegum og pólitískum toga. Athyglisvert er að benda á að þrátt fyrir að herstöðin hafi alla tíð verið klofningsmál í íslenskum stjórnmálum þá sameinuðust báðar fylkingar í þessu máli. Herstöðvarandstæðingar og þjóðernissinnar héldu þeim sjónarmiðum á lofti að spyrna yrði gegn heimsvaldastefnunni og takmarka þyrfti sem allra mest bandarísk áhrif á íslenskt þjóðlíf og fylgjendur varnarsamstarfsins töldu að þjóðernishyggja gæti hjálpað til við að sefa andstöðu við hernaðarvæðingu utanríkisstefnu Íslands.“ Þá víkur hún einnig að því hvernig hlutur kvenfólks í íslensku friðargæslunni hefur dregist saman frá því fyrstu opinberu íslensku friðargæsluliðarnir fóru til starfa á Balkanskaga um miðjan 10. áratuginn. Þegar listi yfir friðargæsluliða í viðbragðsstöðu „var fyrst settur saman, árið 2001, var nokkuð jafnt hlutfall ólíkra starfsstétta sem skipta mátti í sex flokka: stjórnmála- og lögfræðinga; fjölmiðlafólk; viðskipta- og hagfræðinga; verkfræðinga og tæknimenntaða; heilbrigðisstarfsfólk og loks flokkur sem kallaðist sérmenntun og víðtæk reynsla. Karlar skipuðu um 60% listans og konur rétt tæp 40%. Þremur árum síðar, eða um það leyti sem friðargæslan skilaði af sér flugvellinum í Kósóvó og tók að sér enn stærra og erfiðara verkefni, rekstur alþjóðaflugvallarins í Kabúl, hafði viðbragðslistinn tekið töluverðum breytingum og þegar litið var á tölfræði um útsenda starfsmenn voru breytingarnar jafnvel enn meiri.“ „Athyglisverðast er hversu afgerandi áhrif þessi þróun hafði á þátttöku kvenna í starfi friðargæslunnar: Hlutur þeirra á viðbragðslistanum féll úr 40% niður í 30% og meðal útsendra starfsmanna fækkaði þeim úr 30% í 14%, þ.e.a.s. einungis ein kona fór til starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar árið 2004 á móti hverjum 7 körlum. Í þeim hópi sem fyrirferðarmestur var á viðbragðslistanum - og má þ.a.l. segja að hafi innihaldið þann hóp sem mest þörf var fyrir í verkefnum friðargæslunnar - verkfræðinga og tæknimenntaða, voru konur einungis 5% af heild árið 2004.“ „Friðargæslan sigldi þannig í farveg verkefna sem treystu mjög á starfskrafta karla þrátt fyrir þann fjölda kvenna sem gaf kost á sér til starfa fyrir friðargæsluna við stofnun hennar 2001 og góða reynslu af verkefnum sem karlar og konur gátu sinnt jöfnum höndum.“ Erindi Birnu má lesa á vefritinu Kistunni. Í febrúar 2005 voru gefnar út á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði niðurstöður úr rannsókn Birnu á kynja- og jafnréttissjónarmiðum í stefnu og starfsemi Íslensku friðargæslunnar. Skýrsluna er hægt að fá hjá Rannsóknarstofunni í Háskóla Íslands en einnig er hægt að nálgast hana í PDF-formi hér. Og í þessu samhengi er einnig vert að minna á, þótt nokkuð sé um liðið, að gagnmerkir fyrirlestrar á málþingi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði, „Orðræða um stríð og konur“, 17. mars 2003, eru aðgengilegir á vefsíðu Rannsóknarstofunnar.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …