BREYTA

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi flutti á fundi Sagnfræðingafélagsins 21. febrúar sl. Í erindi sínu kemur Birna víða við. Meðal annars víkur hún að því hvernig allt kapp var lagt á það eftir að herstöðvasamningurinn var gerður að koma í veg fyrir samneyti hermannanna við íslenskt kvenfólk. „Ástæðurnar sem lágu þar að baki voru bæði af þjóðernislegum og pólitískum toga. Athyglisvert er að benda á að þrátt fyrir að herstöðin hafi alla tíð verið klofningsmál í íslenskum stjórnmálum þá sameinuðust báðar fylkingar í þessu máli. Herstöðvarandstæðingar og þjóðernissinnar héldu þeim sjónarmiðum á lofti að spyrna yrði gegn heimsvaldastefnunni og takmarka þyrfti sem allra mest bandarísk áhrif á íslenskt þjóðlíf og fylgjendur varnarsamstarfsins töldu að þjóðernishyggja gæti hjálpað til við að sefa andstöðu við hernaðarvæðingu utanríkisstefnu Íslands.“ Þá víkur hún einnig að því hvernig hlutur kvenfólks í íslensku friðargæslunni hefur dregist saman frá því fyrstu opinberu íslensku friðargæsluliðarnir fóru til starfa á Balkanskaga um miðjan 10. áratuginn. Þegar listi yfir friðargæsluliða í viðbragðsstöðu „var fyrst settur saman, árið 2001, var nokkuð jafnt hlutfall ólíkra starfsstétta sem skipta mátti í sex flokka: stjórnmála- og lögfræðinga; fjölmiðlafólk; viðskipta- og hagfræðinga; verkfræðinga og tæknimenntaða; heilbrigðisstarfsfólk og loks flokkur sem kallaðist sérmenntun og víðtæk reynsla. Karlar skipuðu um 60% listans og konur rétt tæp 40%. Þremur árum síðar, eða um það leyti sem friðargæslan skilaði af sér flugvellinum í Kósóvó og tók að sér enn stærra og erfiðara verkefni, rekstur alþjóðaflugvallarins í Kabúl, hafði viðbragðslistinn tekið töluverðum breytingum og þegar litið var á tölfræði um útsenda starfsmenn voru breytingarnar jafnvel enn meiri.“ „Athyglisverðast er hversu afgerandi áhrif þessi þróun hafði á þátttöku kvenna í starfi friðargæslunnar: Hlutur þeirra á viðbragðslistanum féll úr 40% niður í 30% og meðal útsendra starfsmanna fækkaði þeim úr 30% í 14%, þ.e.a.s. einungis ein kona fór til starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar árið 2004 á móti hverjum 7 körlum. Í þeim hópi sem fyrirferðarmestur var á viðbragðslistanum - og má þ.a.l. segja að hafi innihaldið þann hóp sem mest þörf var fyrir í verkefnum friðargæslunnar - verkfræðinga og tæknimenntaða, voru konur einungis 5% af heild árið 2004.“ „Friðargæslan sigldi þannig í farveg verkefna sem treystu mjög á starfskrafta karla þrátt fyrir þann fjölda kvenna sem gaf kost á sér til starfa fyrir friðargæsluna við stofnun hennar 2001 og góða reynslu af verkefnum sem karlar og konur gátu sinnt jöfnum höndum.“ Erindi Birnu má lesa á vefritinu Kistunni. Í febrúar 2005 voru gefnar út á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði niðurstöður úr rannsókn Birnu á kynja- og jafnréttissjónarmiðum í stefnu og starfsemi Íslensku friðargæslunnar. Skýrsluna er hægt að fá hjá Rannsóknarstofunni í Háskóla Íslands en einnig er hægt að nálgast hana í PDF-formi hér. Og í þessu samhengi er einnig vert að minna á, þótt nokkuð sé um liðið, að gagnmerkir fyrirlestrar á málþingi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði, „Orðræða um stríð og konur“, 17. mars 2003, eru aðgengilegir á vefsíðu Rannsóknarstofunnar.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …