BREYTA

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi flutti á fundi Sagnfræðingafélagsins 21. febrúar sl. Í erindi sínu kemur Birna víða við. Meðal annars víkur hún að því hvernig allt kapp var lagt á það eftir að herstöðvasamningurinn var gerður að koma í veg fyrir samneyti hermannanna við íslenskt kvenfólk. „Ástæðurnar sem lágu þar að baki voru bæði af þjóðernislegum og pólitískum toga. Athyglisvert er að benda á að þrátt fyrir að herstöðin hafi alla tíð verið klofningsmál í íslenskum stjórnmálum þá sameinuðust báðar fylkingar í þessu máli. Herstöðvarandstæðingar og þjóðernissinnar héldu þeim sjónarmiðum á lofti að spyrna yrði gegn heimsvaldastefnunni og takmarka þyrfti sem allra mest bandarísk áhrif á íslenskt þjóðlíf og fylgjendur varnarsamstarfsins töldu að þjóðernishyggja gæti hjálpað til við að sefa andstöðu við hernaðarvæðingu utanríkisstefnu Íslands.“ Þá víkur hún einnig að því hvernig hlutur kvenfólks í íslensku friðargæslunni hefur dregist saman frá því fyrstu opinberu íslensku friðargæsluliðarnir fóru til starfa á Balkanskaga um miðjan 10. áratuginn. Þegar listi yfir friðargæsluliða í viðbragðsstöðu „var fyrst settur saman, árið 2001, var nokkuð jafnt hlutfall ólíkra starfsstétta sem skipta mátti í sex flokka: stjórnmála- og lögfræðinga; fjölmiðlafólk; viðskipta- og hagfræðinga; verkfræðinga og tæknimenntaða; heilbrigðisstarfsfólk og loks flokkur sem kallaðist sérmenntun og víðtæk reynsla. Karlar skipuðu um 60% listans og konur rétt tæp 40%. Þremur árum síðar, eða um það leyti sem friðargæslan skilaði af sér flugvellinum í Kósóvó og tók að sér enn stærra og erfiðara verkefni, rekstur alþjóðaflugvallarins í Kabúl, hafði viðbragðslistinn tekið töluverðum breytingum og þegar litið var á tölfræði um útsenda starfsmenn voru breytingarnar jafnvel enn meiri.“ „Athyglisverðast er hversu afgerandi áhrif þessi þróun hafði á þátttöku kvenna í starfi friðargæslunnar: Hlutur þeirra á viðbragðslistanum féll úr 40% niður í 30% og meðal útsendra starfsmanna fækkaði þeim úr 30% í 14%, þ.e.a.s. einungis ein kona fór til starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar árið 2004 á móti hverjum 7 körlum. Í þeim hópi sem fyrirferðarmestur var á viðbragðslistanum - og má þ.a.l. segja að hafi innihaldið þann hóp sem mest þörf var fyrir í verkefnum friðargæslunnar - verkfræðinga og tæknimenntaða, voru konur einungis 5% af heild árið 2004.“ „Friðargæslan sigldi þannig í farveg verkefna sem treystu mjög á starfskrafta karla þrátt fyrir þann fjölda kvenna sem gaf kost á sér til starfa fyrir friðargæsluna við stofnun hennar 2001 og góða reynslu af verkefnum sem karlar og konur gátu sinnt jöfnum höndum.“ Erindi Birnu má lesa á vefritinu Kistunni. Í febrúar 2005 voru gefnar út á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði niðurstöður úr rannsókn Birnu á kynja- og jafnréttissjónarmiðum í stefnu og starfsemi Íslensku friðargæslunnar. Skýrsluna er hægt að fá hjá Rannsóknarstofunni í Háskóla Íslands en einnig er hægt að nálgast hana í PDF-formi hér. Og í þessu samhengi er einnig vert að minna á, þótt nokkuð sé um liðið, að gagnmerkir fyrirlestrar á málþingi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði, „Orðræða um stríð og konur“, 17. mars 2003, eru aðgengilegir á vefsíðu Rannsóknarstofunnar.

Færslur

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

SHA_forsida_top

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

SHA_forsida_top

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.