BREYTA

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi flutti á fundi Sagnfræðingafélagsins 21. febrúar sl. Í erindi sínu kemur Birna víða við. Meðal annars víkur hún að því hvernig allt kapp var lagt á það eftir að herstöðvasamningurinn var gerður að koma í veg fyrir samneyti hermannanna við íslenskt kvenfólk. „Ástæðurnar sem lágu þar að baki voru bæði af þjóðernislegum og pólitískum toga. Athyglisvert er að benda á að þrátt fyrir að herstöðin hafi alla tíð verið klofningsmál í íslenskum stjórnmálum þá sameinuðust báðar fylkingar í þessu máli. Herstöðvarandstæðingar og þjóðernissinnar héldu þeim sjónarmiðum á lofti að spyrna yrði gegn heimsvaldastefnunni og takmarka þyrfti sem allra mest bandarísk áhrif á íslenskt þjóðlíf og fylgjendur varnarsamstarfsins töldu að þjóðernishyggja gæti hjálpað til við að sefa andstöðu við hernaðarvæðingu utanríkisstefnu Íslands.“ Þá víkur hún einnig að því hvernig hlutur kvenfólks í íslensku friðargæslunni hefur dregist saman frá því fyrstu opinberu íslensku friðargæsluliðarnir fóru til starfa á Balkanskaga um miðjan 10. áratuginn. Þegar listi yfir friðargæsluliða í viðbragðsstöðu „var fyrst settur saman, árið 2001, var nokkuð jafnt hlutfall ólíkra starfsstétta sem skipta mátti í sex flokka: stjórnmála- og lögfræðinga; fjölmiðlafólk; viðskipta- og hagfræðinga; verkfræðinga og tæknimenntaða; heilbrigðisstarfsfólk og loks flokkur sem kallaðist sérmenntun og víðtæk reynsla. Karlar skipuðu um 60% listans og konur rétt tæp 40%. Þremur árum síðar, eða um það leyti sem friðargæslan skilaði af sér flugvellinum í Kósóvó og tók að sér enn stærra og erfiðara verkefni, rekstur alþjóðaflugvallarins í Kabúl, hafði viðbragðslistinn tekið töluverðum breytingum og þegar litið var á tölfræði um útsenda starfsmenn voru breytingarnar jafnvel enn meiri.“ „Athyglisverðast er hversu afgerandi áhrif þessi þróun hafði á þátttöku kvenna í starfi friðargæslunnar: Hlutur þeirra á viðbragðslistanum féll úr 40% niður í 30% og meðal útsendra starfsmanna fækkaði þeim úr 30% í 14%, þ.e.a.s. einungis ein kona fór til starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar árið 2004 á móti hverjum 7 körlum. Í þeim hópi sem fyrirferðarmestur var á viðbragðslistanum - og má þ.a.l. segja að hafi innihaldið þann hóp sem mest þörf var fyrir í verkefnum friðargæslunnar - verkfræðinga og tæknimenntaða, voru konur einungis 5% af heild árið 2004.“ „Friðargæslan sigldi þannig í farveg verkefna sem treystu mjög á starfskrafta karla þrátt fyrir þann fjölda kvenna sem gaf kost á sér til starfa fyrir friðargæsluna við stofnun hennar 2001 og góða reynslu af verkefnum sem karlar og konur gátu sinnt jöfnum höndum.“ Erindi Birnu má lesa á vefritinu Kistunni. Í febrúar 2005 voru gefnar út á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði niðurstöður úr rannsókn Birnu á kynja- og jafnréttissjónarmiðum í stefnu og starfsemi Íslensku friðargæslunnar. Skýrsluna er hægt að fá hjá Rannsóknarstofunni í Háskóla Íslands en einnig er hægt að nálgast hana í PDF-formi hér. Og í þessu samhengi er einnig vert að minna á, þótt nokkuð sé um liðið, að gagnmerkir fyrirlestrar á málþingi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði, „Orðræða um stríð og konur“, 17. mars 2003, eru aðgengilegir á vefsíðu Rannsóknarstofunnar.

Færslur

SHA_forsida_top

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

-Mótmælafundur á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:30 Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar á …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

-Mótmælafundur fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli Verið er að skipuleggja mótmæli vegna stríðsglæpa Ísraela á …

SHA_forsida_top

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Þann 11. júlí nk. verður hér í Reykjavík kanadíski hagfræðingurinn Michel Chossudovsky. Hann kemur til …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Leikið um 3ja sæti

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. …

SHA_forsida_top

Var þörf á varnarliði?

Var þörf á varnarliði?

eftir Árna Björnsson Birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 2006 ÞEGAR bandaríski herinn birtist …

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

1. Segjum upp herstöðvasamningnum! Allt frá því að herstöðvasamningurinn var gerður árið 1951 hefur þjóðin …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands 26. júní segir svo: „George H. W. Bush, fyrrverandi …

SHA_forsida_top

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

eftir Sverri Jakobsson (Dagfari 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39) Herstöð við …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra …

SHA_forsida_top

Fræðsluerindi SHA

Fræðsluerindi SHA

Elías Davíðsson heldur erindi á almennum félagsfundi SHA um blóði drifinn forsetaferil George Bush eldri.

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit