BREYTA

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri í fyrstu skipað með bráðabirgðalögum, var varnarsamningurinn að sjálfsögðu lagður fyrir Alþingi til umræðu og endanlegrar samþykktar. Þjóðarhreyfingin telur einsýnt að sama hátt hefði átt að hafa á við meiriháttar breytingu á samningnum, eins og nú hefur verið undirrituð í Washington af ráðherrum í ríkisstjórninni án umboðs frá Alþingi. Forystumenn stjórnarflokkanna endurtaka hér sömu vinnubrögðin og þeir viðhöfðu þegar nafn Íslands var dregið inn í stríðsrekstur í Írak með því að skipa Íslandi á lista hinna vígfúsu þjóða gegn vilja allt að 85% þjóðarinnar, án þess samráðs við Utanríkismálanefnd Alþingis sem þingsköp mæla fyrir um, án nokkurs umboðs frá þinginu og að þjóðinni gersamlega forspurðri. Þjóðarhreyfingin mótmælir þeirri leynd sem hvílir yfir stórum hluta samningsins, sem gerir varnir Íslands og öryggismál að einkamáli tveggja eða þriggja ráðherra og embættismanna bandarískra hernaðar- og lögregluyfirvalda. Þjóðarhreyfingin mótmælir því einnig að í milliríkjasamningi af þessu tagi sé að finna skuldbindingar um að Alþingi komi á með lögum leynilegum stofnunum, sem frá upphafi er ætlað að starfa náið með bandarískum stofnunum að greiningu mála eins og ,,landráðastarfsemi” og ,,starfsemi sem beinist gegn stjórnskipulagi ríkisins”. Þetta býður heim pólitískum ofsóknum af því tagi sem viðgengust á tímum kalda stríðsins. Þjóðarhreyfingin telur að Alþingi beri að meta þörfina á starfsemi slíkra stofnana út frá hagsmunum Íslands sem fullvalda ríkis einvörðungu og telur að samstarfi við sambærilegar stofnanir erlendis beri að skipa eftir eðli máls hverju sinni, án sérstakra lagafyrirmæla fyrirfram um náið samstarf við bandaríska sendiráðið og bandarískar leyniþjónustur eða hernaðaryfirvöld. Þjóðarhreyfingin telur að með samningi þessum hafi verið stigið stórt óheillaskref til framsals íslensks valds í hendur stofnana þess stórveldis sem um þessar mundir er talið helsti ófriðarvaldur í heiminum samkvæmt nýlegum könnunum virtra bandarískra stofnana á viðhorfum til Bandaríkjanna meðal almennings um allan heim, og varar sérstaklega við því að tengja íslensku Landhelgisgæsluna hernaðarvél Bandaríkjanna. Þjóðarhreyfingin telur öryggi íslenskrar þjóðar best borgið með vinsamlegum samskiptum Íslands og Bandaríkjanna sem jafnrétthárra ríkja. Það er besta vörn Íslands í ,,stríðinu gegn hryðjuverkum”. Þjóðarhreyfingin tekur því undir þá skoðun tveggja fyrrverandi utanríkisráðherra, þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíðs Oddssonar, að við þessi tímamót hefði átt að nýta uppsagnarákvæði varnarsamningsins við Bandaríkin og treysta á þá vernd sem aðild að NATO veitir með því að árás á hvert eitt aðildarríkja þess telst árás á þau öll. Þjóðarhreyfingin skorar því á núverandi stjórnarandstöðuflokka að lýsa því yfir nú þegar, að myndi þeir ríkisstjórn eftir kosningar að vori, verði varnarsamningnum sagt upp með það fyrir augum að sambúð Íslands og Bandaríkjanna komist í eðlilegt horf svo sem hæfir sambandi tveggja sjálfstæðra og fullvalda ríkja. Reykjavík, 13. október 2006 Þjóðarhreyfingin - með lýðræði info@thjodarhreyfingin.is www.thjodarhreyfingin.is

Færslur

SHA_forsida_top

1949 - Austurvöllur - 2019

1949 - Austurvöllur - 2019

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli …

SHA_forsida_top

Ályktun um Gólanhæðir

Ályktun um Gólanhæðir

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 …

SHA_forsida_top

Góður gestur á landsfundi SHA

Góður gestur á landsfundi SHA

Dr. Edward Horgan er gestur landsfundar SHA á laugardag. Hann er lykilmaður í PANA, írsku …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Laugardaginn 23. mars verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Á …

SHA_forsida_top

Hvatningarbréf til þingmanna

Hvatningarbréf til þingmanna

Kæri þingmaður Til hamingju með það verkefni sem þér hefur verið falið að sitja á …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúar er stuttur mánuður og málsverðurinn lendir að þessu sinni á föstudagkvöldinu 22. feb. Kokkarnir …

SHA_forsida_top

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins umræðufundar um Venesúela þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga varar eindregið við öllum áformum hernaðaríhlutun í Venesúela og fordæmir ákvörðun ríkja …

SHA_forsida_top

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir einhliða uppsögn Bandaríkjastjórnar á INF-samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvopna sem hefur stuðlað …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Loksins, eftir alltof langa bið, er Friðarvefur Samtaka hernaðarandstæðinga kominn í loftið á ný. Síðan …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA 2018-19

Miðnefnd SHA 2018-19

Á landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 26. mars síðastliðinn var ný miðnefnd kjörin, líkt og lög …

SHA_forsida_top

Hvalamorðingjar háloftanna?

Hvalamorðingjar háloftanna?

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að …

SHA_forsida_top

Fréttayfirlit

Fréttayfirlit