Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina.
Glæsilegt hlaðborð:* Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og sinnepssósu* Rauðkál og rauðrófur
* Heimagerð lifrakæfa og heimagert rúgbrauð
* Reykt nautatunga með piparrótarrjóma* Kryddsíld * Karrýsíld* Rækjufrauð* Grænmetisbuff* Kaffi og smákökur
Að borðhaldi loknu tekur við menningardagskrá. Rithöfundarnir Ingibjörg Reynisdóttir og Davíð Stefánsson lesa úr nýjum verkum. Jón Svavar Jósefsson syngur.
Verð kr. 2.000. Borðhald hefst kl. 19.