BREYTA

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

thjodarhreyfinginÞjóðarhreyfingin hélt fund 1. október síðastliðinn til að fagna brottför hersins. Á fundinum voru ræðumenn þeir Pétur Gunnarsson rithöfundur og Jón Baldvin Hannibalssion fyrrverandi utanríkisráðherra. Í ræðu sinni andmælti Jón Baldvin þeirri útbreiddu skoðun að leiðtogar íslenska lýðveldisins hefðu yfirleitt verið Bandaríkjunum helst til leiðitamir og nefndi ýmis dæmi þess að þeir hafi oft tekið sjálfstæða afstöðu jafnvel í andstöðu við vilja og stefnu Bandaríkjamanna. Hinsvegar hafi skipt um með núverandi ríkisstjórn sem hafi öfugt við forvera sína, sem ekki hafi látið segja sér fyrir verkum þegar þjóðarhagsmunir voru annarsvegar, brugðist trausti þjóðarinnar, m.a. með hinni dæmalausu stuðningsyfirlýsingu við ólöglegan stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann gagnrýndi samninginn um brottför hersins ekki síst fyrir að enn eigi Íslendingar að reiða sig á vernd Bandaríkjanna, sem hafi breyst í herskátt ríki fámennrar yfirstéttar sem hafi nánast sagt sig úr lögum við alþjóðasamfélagið og jafnvel hafið kalt stríð sem snýst um yfirráð yfir orkulindum og helstu hráefnum jarðarinnar. Í stað þess að reiða sig á Bandaríkin telur Jón Baldvin að nær treysta böndin við Evrópusambandið. Þess má geta að í ávarpi sem Ragnar Arnalds fyrrverandi menntamálaráðherra hélt á samkomu Samtaka herstöðvaandstæðinga 29. september hélt hann því fram að barátta herstöðvaandstæðinga hefði haft meiri áhrif en oft er talið og m.a. komið í veg fyrir að Bandaríkjamönnum tækist koma sér upp enn meiri herstöðvum en raun varð á og vísaði m.a. annars til vilja þeirra til að koma upp herflugvöllum á Rangárvöllum, í Aðaldal og í Skagafirði og stórri flotastöð í Hvalfirði. Því miður getum við ekki birt ávarp Ragnars þar sem það var flutt blaðalaust, en ræður Jóns Baldvins og Péturs má finna á heimasíðu Þjóðarhreyfingarinnar: Ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar Ræða Péturs Gunnarssonar

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …