BREYTA

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

thjodarhreyfinginÞjóðarhreyfingin hélt fund 1. október síðastliðinn til að fagna brottför hersins. Á fundinum voru ræðumenn þeir Pétur Gunnarsson rithöfundur og Jón Baldvin Hannibalssion fyrrverandi utanríkisráðherra. Í ræðu sinni andmælti Jón Baldvin þeirri útbreiddu skoðun að leiðtogar íslenska lýðveldisins hefðu yfirleitt verið Bandaríkjunum helst til leiðitamir og nefndi ýmis dæmi þess að þeir hafi oft tekið sjálfstæða afstöðu jafnvel í andstöðu við vilja og stefnu Bandaríkjamanna. Hinsvegar hafi skipt um með núverandi ríkisstjórn sem hafi öfugt við forvera sína, sem ekki hafi látið segja sér fyrir verkum þegar þjóðarhagsmunir voru annarsvegar, brugðist trausti þjóðarinnar, m.a. með hinni dæmalausu stuðningsyfirlýsingu við ólöglegan stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann gagnrýndi samninginn um brottför hersins ekki síst fyrir að enn eigi Íslendingar að reiða sig á vernd Bandaríkjanna, sem hafi breyst í herskátt ríki fámennrar yfirstéttar sem hafi nánast sagt sig úr lögum við alþjóðasamfélagið og jafnvel hafið kalt stríð sem snýst um yfirráð yfir orkulindum og helstu hráefnum jarðarinnar. Í stað þess að reiða sig á Bandaríkin telur Jón Baldvin að nær treysta böndin við Evrópusambandið. Þess má geta að í ávarpi sem Ragnar Arnalds fyrrverandi menntamálaráðherra hélt á samkomu Samtaka herstöðvaandstæðinga 29. september hélt hann því fram að barátta herstöðvaandstæðinga hefði haft meiri áhrif en oft er talið og m.a. komið í veg fyrir að Bandaríkjamönnum tækist koma sér upp enn meiri herstöðvum en raun varð á og vísaði m.a. annars til vilja þeirra til að koma upp herflugvöllum á Rangárvöllum, í Aðaldal og í Skagafirði og stórri flotastöð í Hvalfirði. Því miður getum við ekki birt ávarp Ragnars þar sem það var flutt blaðalaust, en ræður Jóns Baldvins og Péturs má finna á heimasíðu Þjóðarhreyfingarinnar: Ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar Ræða Péturs Gunnarssonar

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …