BREYTA

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

thjodarhreyfinginÞjóðarhreyfingin hélt fund 1. október síðastliðinn til að fagna brottför hersins. Á fundinum voru ræðumenn þeir Pétur Gunnarsson rithöfundur og Jón Baldvin Hannibalssion fyrrverandi utanríkisráðherra. Í ræðu sinni andmælti Jón Baldvin þeirri útbreiddu skoðun að leiðtogar íslenska lýðveldisins hefðu yfirleitt verið Bandaríkjunum helst til leiðitamir og nefndi ýmis dæmi þess að þeir hafi oft tekið sjálfstæða afstöðu jafnvel í andstöðu við vilja og stefnu Bandaríkjamanna. Hinsvegar hafi skipt um með núverandi ríkisstjórn sem hafi öfugt við forvera sína, sem ekki hafi látið segja sér fyrir verkum þegar þjóðarhagsmunir voru annarsvegar, brugðist trausti þjóðarinnar, m.a. með hinni dæmalausu stuðningsyfirlýsingu við ólöglegan stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann gagnrýndi samninginn um brottför hersins ekki síst fyrir að enn eigi Íslendingar að reiða sig á vernd Bandaríkjanna, sem hafi breyst í herskátt ríki fámennrar yfirstéttar sem hafi nánast sagt sig úr lögum við alþjóðasamfélagið og jafnvel hafið kalt stríð sem snýst um yfirráð yfir orkulindum og helstu hráefnum jarðarinnar. Í stað þess að reiða sig á Bandaríkin telur Jón Baldvin að nær treysta böndin við Evrópusambandið. Þess má geta að í ávarpi sem Ragnar Arnalds fyrrverandi menntamálaráðherra hélt á samkomu Samtaka herstöðvaandstæðinga 29. september hélt hann því fram að barátta herstöðvaandstæðinga hefði haft meiri áhrif en oft er talið og m.a. komið í veg fyrir að Bandaríkjamönnum tækist koma sér upp enn meiri herstöðvum en raun varð á og vísaði m.a. annars til vilja þeirra til að koma upp herflugvöllum á Rangárvöllum, í Aðaldal og í Skagafirði og stórri flotastöð í Hvalfirði. Því miður getum við ekki birt ávarp Ragnars þar sem það var flutt blaðalaust, en ræður Jóns Baldvins og Péturs má finna á heimasíðu Þjóðarhreyfingarinnar: Ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar Ræða Péturs Gunnarssonar

Færslur

SHA_forsida_top

Hvað er að gerast í Miðausturlöndum?: Fundur um Jemen

Hvað er að gerast í Miðausturlöndum?: Fundur um Jemen

Miðvikudagskvöldið 16. mars kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til umræðufundar í Friðarhúsi. Yfirskriftin er: „Hvað …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélagsins sem stóð að baki kaupunum á húsnæðinu að Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

„...og þá voru eftir níu“ - baráttufundur fyrir mótmælafrelsi

„...og þá voru eftir níu“ - baráttufundur fyrir mótmælafrelsi

Á dögunum féll dómur í máli ákæruvaldsins gegn hinum svokölluðu 9-menningum, sem sökuð voru um …

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þriðjudaginn 8.mars kl.17. Dagskrá Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar samkomuna í …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Bandaríska heimildarmyndin No End in Sight, frá árinu 2007, verður sýnd í Friðarhúsi mánudagskvöldið 28. …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Bandaríska verðlaunamyndin No End in Sight.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður febrúarmánaðar verður haldinn föstudagskvöldið 25.feb. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina, Matseðill: * Gufusoðin …

SHA_forsida_top

Armadillo í Friðarhúsi

Armadillo í Friðarhúsi

Á síðasta ári var danska heimildarmyndin Armadillo frumsýnd, en hún fjallar um danskan herflokk í …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Danska heimildarmyndin Armadillo í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Norðmenn og vopnasalan

Norðmenn og vopnasalan

Steinunn Rögnvaldsdóttir, fv. miðnefndarkona í Samtökum hernaðarandstæðinga er um þessar mundir við nám í Noregi. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 28. janúar kl. 19. Matseld verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Friðargöngurnar - ólíkir tímar!

Friðargöngurnar - ólíkir tímar!

Friðargöngur verða haldnar á þremur stöðum á landinu á Þorláksmessu. Eins og fram hefur komið …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Friðarganga um Hólastað, 19. desember

Friðarganga um Hólastað, 19. desember

Loksins geta Skagfirðingar komist í friðargöngu fyrir jólin. Athygli friðarsinna nyrðra er vakin á þessari …