BREYTA

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

thjodarhreyfinginÞjóðarhreyfingin hélt fund 1. október síðastliðinn til að fagna brottför hersins. Á fundinum voru ræðumenn þeir Pétur Gunnarsson rithöfundur og Jón Baldvin Hannibalssion fyrrverandi utanríkisráðherra. Í ræðu sinni andmælti Jón Baldvin þeirri útbreiddu skoðun að leiðtogar íslenska lýðveldisins hefðu yfirleitt verið Bandaríkjunum helst til leiðitamir og nefndi ýmis dæmi þess að þeir hafi oft tekið sjálfstæða afstöðu jafnvel í andstöðu við vilja og stefnu Bandaríkjamanna. Hinsvegar hafi skipt um með núverandi ríkisstjórn sem hafi öfugt við forvera sína, sem ekki hafi látið segja sér fyrir verkum þegar þjóðarhagsmunir voru annarsvegar, brugðist trausti þjóðarinnar, m.a. með hinni dæmalausu stuðningsyfirlýsingu við ólöglegan stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann gagnrýndi samninginn um brottför hersins ekki síst fyrir að enn eigi Íslendingar að reiða sig á vernd Bandaríkjanna, sem hafi breyst í herskátt ríki fámennrar yfirstéttar sem hafi nánast sagt sig úr lögum við alþjóðasamfélagið og jafnvel hafið kalt stríð sem snýst um yfirráð yfir orkulindum og helstu hráefnum jarðarinnar. Í stað þess að reiða sig á Bandaríkin telur Jón Baldvin að nær treysta böndin við Evrópusambandið. Þess má geta að í ávarpi sem Ragnar Arnalds fyrrverandi menntamálaráðherra hélt á samkomu Samtaka herstöðvaandstæðinga 29. september hélt hann því fram að barátta herstöðvaandstæðinga hefði haft meiri áhrif en oft er talið og m.a. komið í veg fyrir að Bandaríkjamönnum tækist koma sér upp enn meiri herstöðvum en raun varð á og vísaði m.a. annars til vilja þeirra til að koma upp herflugvöllum á Rangárvöllum, í Aðaldal og í Skagafirði og stórri flotastöð í Hvalfirði. Því miður getum við ekki birt ávarp Ragnars þar sem það var flutt blaðalaust, en ræður Jóns Baldvins og Péturs má finna á heimasíðu Þjóðarhreyfingarinnar: Ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar Ræða Péturs Gunnarssonar

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktun um kjarnorkuvopnafriðlýsingu landsins: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa fullum stuðningi við frumvarp sem þingmenn úr öllum …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA 2008 verður haldin í Friðarhúsi laugardaginn 15. nóv. 11:30 - venjuleg aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína efnir til kvikmyndasýningar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagfari kominn á netið

Dagfari kominn á netið

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga kom út á dögunum. Ritstjóri þess er Þórður Sveinsson, ritari SHA. …

SHA_forsida_top

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Samtök hernaðarandstæðinga efndu til opins félagsfundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sl. laugardag. Um tuttugu manns …

SHA_forsida_top

Útgáfuhátíð MÚR

Útgáfuhátíð MÚR

Málfundafélag úngra róttæklinga fagnar útgáfu bókar sinnar í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

SHA fundar á Ísafirði

SHA fundar á Ísafirði

Fyrirhugaður fundur SHA á Ísafirði um síðustu helgi féll niður vegna veðurs. Um þessa helgi …

SHA_forsida_top

Farandverkakonur

Farandverkakonur

Í kvöld, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 19.00, efnir MFÍK til opins félagsfundar í Friðarhúsi. Sigurlaug …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gæluverkefni sett á ís?

Gæluverkefni sett á ís?

Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af …

SHA_forsida_top

Matseðillinn

Matseðillinn

Nú liggur fyrir matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudags. Rúbý frá Singapúr eldar, en í …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. okt. kl. 19. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.