BREYTA

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. Þessi starfsemi var löngum umdeild, ekki síst sjónvarpsútsendingarnar sem hófust árið 1960 og margir á suðvesturhorninu nýttu sér, einkum áður en Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar árið 1966. Áhrifa þessarar útvarpsstöðvar gætti þó líklega fyrst og fremst á sviði dægurtónlistar eins og fram kemur í frétt Víkurfrétta af lokuninni. Í grein á vefsíðunni ogmundur.is segist Rúnar Sveinbjörnsson hins vegar ekki sjá eftir þessari útvarpsstöð og rifjar upp þegar hópi herstöðvaandstæðinga tókst að komast inn í sjónvarpsstöðina á Keflavíkurflugvelli og rjúfa útsendingar stöðvarinnar: KANAÚTVARP IN MEMORIAM Haft var samband við mig (ekki í síma) og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að fara til Keflavíkur og mótmæla hernum og Nató. Ég var akandi, átti Moskvít, sem troða mátti í fjórum grönnum mönnum. Hluti liðsins hugðist taka rútu eða fara í öðrum bílum. Moskvítinn var fylltur af úlpuklæddum friðarsinnum og haldið til Keflavíkur. Þegar að hliðinu var komið, þótti laganna vörðum ásamt verndurunum ósennilegt að þessir fjórir menn væru að taka á móti farþegum og var vísað frá. Því var þannig fyrir komið að í för var Keflvíkingur staðháttum kunnugur. Með snarræði og kunnáttu breyttum við í áætlun B. Keflvíkingurinn vísaði til vegar og lærlingsklippur mínar komu að góðum notum. Síðan var tekið á sprett og náð á áfangastað einhverjum mínútum of seint. En hvað um það, fleiri voru seinir fyrir þannig að inn í Kanaútvarpið gengu 14-17 friðarsinnar og listamenn. Þegar inn var komið var hálfvandræðalegt ástand, útvarpsmenn undrandi og við einnig, engin mótspyrna stöðin féll án átaka eða vopna. Listamaðurinn skreytti myndverið með slagorðunum Ísland úr Nató á ýmsum tungumálum, litaði linsur hersins rauðar, enda ekki vanþörf, heimurinn hefur alltaf verið svart hvítur hjá könunum. Sem áhugasamur rafvirkjanemi virti ég fyrir mér raflagnir stöðvarinnar sem voru einfaldar og utanáliggandi. Til þess að kanna hvort rétt væri kippti ég út höfuðrofanum og viti menn allt varð myrkt nema örfá öryggisljós. Þeirri hugsun skaut upp að ekki væri "varnarkerfi" landsins ýkja sannfærandi. Ekki skorti hinar sýnilegu varnir og reyndar ekki hinar ósýnilegu eins og fyrr getur. Eftir mikið japl og fuður mynduðum við hring í keðju og vorum tínd eitt og eitt út í einu og mynduð af CIA. Eftirmálar urðu nánast engir, enda um að ræða háðung hina mestu fyrir Bandaríkjaher sem hann án efa var ekki mjög áhugasamur um að auglýsa út fyrir landsteinanna. Rúnar Sveinbjörnsson, fyrrverandi rafvirkjanemi

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …