BREYTA

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. Þessi starfsemi var löngum umdeild, ekki síst sjónvarpsútsendingarnar sem hófust árið 1960 og margir á suðvesturhorninu nýttu sér, einkum áður en Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar árið 1966. Áhrifa þessarar útvarpsstöðvar gætti þó líklega fyrst og fremst á sviði dægurtónlistar eins og fram kemur í frétt Víkurfrétta af lokuninni. Í grein á vefsíðunni ogmundur.is segist Rúnar Sveinbjörnsson hins vegar ekki sjá eftir þessari útvarpsstöð og rifjar upp þegar hópi herstöðvaandstæðinga tókst að komast inn í sjónvarpsstöðina á Keflavíkurflugvelli og rjúfa útsendingar stöðvarinnar: KANAÚTVARP IN MEMORIAM Haft var samband við mig (ekki í síma) og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að fara til Keflavíkur og mótmæla hernum og Nató. Ég var akandi, átti Moskvít, sem troða mátti í fjórum grönnum mönnum. Hluti liðsins hugðist taka rútu eða fara í öðrum bílum. Moskvítinn var fylltur af úlpuklæddum friðarsinnum og haldið til Keflavíkur. Þegar að hliðinu var komið, þótti laganna vörðum ásamt verndurunum ósennilegt að þessir fjórir menn væru að taka á móti farþegum og var vísað frá. Því var þannig fyrir komið að í för var Keflvíkingur staðháttum kunnugur. Með snarræði og kunnáttu breyttum við í áætlun B. Keflvíkingurinn vísaði til vegar og lærlingsklippur mínar komu að góðum notum. Síðan var tekið á sprett og náð á áfangastað einhverjum mínútum of seint. En hvað um það, fleiri voru seinir fyrir þannig að inn í Kanaútvarpið gengu 14-17 friðarsinnar og listamenn. Þegar inn var komið var hálfvandræðalegt ástand, útvarpsmenn undrandi og við einnig, engin mótspyrna stöðin féll án átaka eða vopna. Listamaðurinn skreytti myndverið með slagorðunum Ísland úr Nató á ýmsum tungumálum, litaði linsur hersins rauðar, enda ekki vanþörf, heimurinn hefur alltaf verið svart hvítur hjá könunum. Sem áhugasamur rafvirkjanemi virti ég fyrir mér raflagnir stöðvarinnar sem voru einfaldar og utanáliggandi. Til þess að kanna hvort rétt væri kippti ég út höfuðrofanum og viti menn allt varð myrkt nema örfá öryggisljós. Þeirri hugsun skaut upp að ekki væri "varnarkerfi" landsins ýkja sannfærandi. Ekki skorti hinar sýnilegu varnir og reyndar ekki hinar ósýnilegu eins og fyrr getur. Eftir mikið japl og fuður mynduðum við hring í keðju og vorum tínd eitt og eitt út í einu og mynduð af CIA. Eftirmálar urðu nánast engir, enda um að ræða háðung hina mestu fyrir Bandaríkjaher sem hann án efa var ekki mjög áhugasamur um að auglýsa út fyrir landsteinanna. Rúnar Sveinbjörnsson, fyrrverandi rafvirkjanemi

Færslur

SHA_forsida_top

Rjúfum 200 hluthafa múrinn!

Rjúfum 200 hluthafa múrinn!

Einkahlutafélagið Friðarhús SHA var stofnað 30. mars 2004 með kaup á húsnæði fyrir starfsemi SHA …

SHA_forsida_top

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network For The Aboliton Of Foreign Military Bases - No Bases …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA var haldinn fimmtudaginn 30. nóvember. Rætt var um landsráðstefnu SHA og niðurstöðu …

SHA_forsida_top

Þunnur þrettándi frá sýslumanni

Þunnur þrettándi frá sýslumanni

Eins og kynnt hefur verið hér á Friðarvefnum fóru SHA fram á lögbann við för …

SHA_forsida_top

Styðjum baráttu fatlaðra í Palestínu. Gegn hernámi – fyrir réttindum og reisn

Styðjum baráttu fatlaðra í Palestínu. Gegn hernámi – fyrir réttindum og reisn

Í kvöld, miðvikudag, verður haldinn á Hótel Borg fundur í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA verður haldinn n.k. fimmtudag í Barnaskólanum á Brekkunni ("Rósenborg") kl. 20. Í …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa slegið í gegn og að þessu sinni verður efnt til veislu á …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfsnefnd friðarhreyfinga fundar kl. 20 í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Lærum af sögunni

Lærum af sögunni

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um hernaðarsamstarf við Norðmenn: Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla …

SHA_forsida_top

Segjum upp herstöðvasamningnum

Segjum upp herstöðvasamningnum

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um uppsögn herstöðvasamningsins: Engum sem fylgst hefur …

SHA_forsida_top

Uppgjöri fagnað

Uppgjöri fagnað

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006: Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fagnar því uppgjöri sem …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Nýtt nafn - sömu góðu samtökin

Nýtt nafn - sömu góðu samtökin

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, sunnudag. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum …

SHA_forsida_top

Breytt tímasetning málsverðar

Breytt tímasetning málsverðar

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa verið síðasta eða næstsíðasta föstudag í mánuði, en vakin er athygli á …