BREYTA

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. Þessi starfsemi var löngum umdeild, ekki síst sjónvarpsútsendingarnar sem hófust árið 1960 og margir á suðvesturhorninu nýttu sér, einkum áður en Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar árið 1966. Áhrifa þessarar útvarpsstöðvar gætti þó líklega fyrst og fremst á sviði dægurtónlistar eins og fram kemur í frétt Víkurfrétta af lokuninni. Í grein á vefsíðunni ogmundur.is segist Rúnar Sveinbjörnsson hins vegar ekki sjá eftir þessari útvarpsstöð og rifjar upp þegar hópi herstöðvaandstæðinga tókst að komast inn í sjónvarpsstöðina á Keflavíkurflugvelli og rjúfa útsendingar stöðvarinnar: KANAÚTVARP IN MEMORIAM Haft var samband við mig (ekki í síma) og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að fara til Keflavíkur og mótmæla hernum og Nató. Ég var akandi, átti Moskvít, sem troða mátti í fjórum grönnum mönnum. Hluti liðsins hugðist taka rútu eða fara í öðrum bílum. Moskvítinn var fylltur af úlpuklæddum friðarsinnum og haldið til Keflavíkur. Þegar að hliðinu var komið, þótti laganna vörðum ásamt verndurunum ósennilegt að þessir fjórir menn væru að taka á móti farþegum og var vísað frá. Því var þannig fyrir komið að í för var Keflvíkingur staðháttum kunnugur. Með snarræði og kunnáttu breyttum við í áætlun B. Keflvíkingurinn vísaði til vegar og lærlingsklippur mínar komu að góðum notum. Síðan var tekið á sprett og náð á áfangastað einhverjum mínútum of seint. En hvað um það, fleiri voru seinir fyrir þannig að inn í Kanaútvarpið gengu 14-17 friðarsinnar og listamenn. Þegar inn var komið var hálfvandræðalegt ástand, útvarpsmenn undrandi og við einnig, engin mótspyrna stöðin féll án átaka eða vopna. Listamaðurinn skreytti myndverið með slagorðunum Ísland úr Nató á ýmsum tungumálum, litaði linsur hersins rauðar, enda ekki vanþörf, heimurinn hefur alltaf verið svart hvítur hjá könunum. Sem áhugasamur rafvirkjanemi virti ég fyrir mér raflagnir stöðvarinnar sem voru einfaldar og utanáliggandi. Til þess að kanna hvort rétt væri kippti ég út höfuðrofanum og viti menn allt varð myrkt nema örfá öryggisljós. Þeirri hugsun skaut upp að ekki væri "varnarkerfi" landsins ýkja sannfærandi. Ekki skorti hinar sýnilegu varnir og reyndar ekki hinar ósýnilegu eins og fyrr getur. Eftir mikið japl og fuður mynduðum við hring í keðju og vorum tínd eitt og eitt út í einu og mynduð af CIA. Eftirmálar urðu nánast engir, enda um að ræða háðung hina mestu fyrir Bandaríkjaher sem hann án efa var ekki mjög áhugasamur um að auglýsa út fyrir landsteinanna. Rúnar Sveinbjörnsson, fyrrverandi rafvirkjanemi

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …