BREYTA

Kannski getum við gert upp sakirnar

Ragnar Ã?skarsson Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest eftir því þegar þeir fóstbræður Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson ákváðu upp á eigin spýtur að styðja innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Allt það mál varð sem kunnugt er Íslendingum til hneisu og skammar á alþjóðlegum vettvangi og sýndi þjóðum heimsins að á Íslandi ríkir ekki það lýðræði og enn síður það þingræði sem fólki í okkar heimshluta telur svo sjálfsagt. Þeir fóstbræðurnir brugðust illa við eðlilegri gagnrýni á ákvörðuninni, neituðu að Alþingi tæki málið til umræðu og afgreiðslu, og svöruðu fullum hálsi að forsendur innrásarinnar væru svo pottþéttar að nauðsynlegt hefði verið að styðja hana. Fyrir vikið fengum við Íslendingar hina vafasömu nafnbót hinna viljugu. Stjórnarliðar á Alþingi létu sig hafa það að trúa leiðtogum sínum í blindni og brugðust þannig þingræðisskyldunni. Í öllum umræðum sem síðan hafa farið fram um málið hafa stjórnarliðar tuggið aftur og aftur sömu tugguna um að stórtæk gereyðingarvopn Íraka hafi réttlætt innrásina og Íslendingar hefðu því sem þjóð átt að styðja hana. Eftirminnilegt er þegar Halldór Ásgrímsson kom fram í sjónvarpi og lýsti því fjálglega yfir að íselenskir hermenn hefðu fyrstir viljugra hermanna fundið sannanirnar um gereyðingarvopnin. Menn stóðu um tíma á öndinni vegna hetjudáðarinnar en síðan kom í ljós að hinir íslensku hermenn höfðu engin gereyðingarvopn fundið og eingin hafa þau vopnin reyndar fundist enn. Ráðherrann varð sér enn einu sinni eftirminnilega til skammar en hélt samt áfram með hinum viljugu þingmönnum og ráðherraliðinu að tönnlast á gereyðingarvopnunum. Nú hefur verið upplýst að Írakar hafi aldrei átt gereyðingarvopn þau sem voru forsendur innrásarinnar. Og hvað gera ráðamenn á Íslandi þá? Lýsa þeir því þá ekki yfir að þeir séu ekki lengur stuðningsmenn hernaðarbröltsins í Írak þar sem forsendur þess reyndust rangar? Nei, ekki aldeilis. Þótt nýir menn séu sestir í stóla Davíðs og Halldórs segja þeir einfaldlega að miðað við forsendur þær sem lágu fyrir þegar innrásin var gerð hafi hún verið óhjákvæmilegt svar hins frjálsa heims. Þótt nú hafi hið rétta komið í ljós sé ekki ástæða til að hætta stuðningi við stríðið. Hér hefur ríkisstjórn Íslands enn og aftur orðið sér til skammar. Úreltar og rangar forsendur skulu áfram stjórna gerðum hennar. Og stjórnarþingmennirnir þægu hafa orðið sér til enn meiri skammar því þeir fylgja foringjum sínum áfram í blindni. Það er í raun dapurlegt að stjórnarþingmenn skuli ekki búa yfir meiri dug og þori en raun ber vitni um. Þeirra hlutskipti er því sorglegt en kannski ekki síðu aumkunarvert. Síðan er það önnur saga en þó vissulega skyld að flestir þessara stjórnarþingmanna biðja um atkvæði kjósenda í vor. Kannski getur almenningur á Íslandi þá gert upp sakirnar við þá.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- …

SHA_forsida_top

Hugað að viðhaldinu

Hugað að viðhaldinu

Sumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Ferðasaga í Friðarhúsi

Ferðasaga í Friðarhúsi

Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til stuðnings flóttamanni

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd …

SHA_forsida_top

1. maí í Friðarhúsi

1. maí í Friðarhúsi

Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í …

SHA_forsida_top

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20. Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í söguhópi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin 1949 til 2009: Frá …