BREYTA

Kannski getum við gert upp sakirnar

Ragnar Ã?skarsson Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest eftir því þegar þeir fóstbræður Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson ákváðu upp á eigin spýtur að styðja innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Allt það mál varð sem kunnugt er Íslendingum til hneisu og skammar á alþjóðlegum vettvangi og sýndi þjóðum heimsins að á Íslandi ríkir ekki það lýðræði og enn síður það þingræði sem fólki í okkar heimshluta telur svo sjálfsagt. Þeir fóstbræðurnir brugðust illa við eðlilegri gagnrýni á ákvörðuninni, neituðu að Alþingi tæki málið til umræðu og afgreiðslu, og svöruðu fullum hálsi að forsendur innrásarinnar væru svo pottþéttar að nauðsynlegt hefði verið að styðja hana. Fyrir vikið fengum við Íslendingar hina vafasömu nafnbót hinna viljugu. Stjórnarliðar á Alþingi létu sig hafa það að trúa leiðtogum sínum í blindni og brugðust þannig þingræðisskyldunni. Í öllum umræðum sem síðan hafa farið fram um málið hafa stjórnarliðar tuggið aftur og aftur sömu tugguna um að stórtæk gereyðingarvopn Íraka hafi réttlætt innrásina og Íslendingar hefðu því sem þjóð átt að styðja hana. Eftirminnilegt er þegar Halldór Ásgrímsson kom fram í sjónvarpi og lýsti því fjálglega yfir að íselenskir hermenn hefðu fyrstir viljugra hermanna fundið sannanirnar um gereyðingarvopnin. Menn stóðu um tíma á öndinni vegna hetjudáðarinnar en síðan kom í ljós að hinir íslensku hermenn höfðu engin gereyðingarvopn fundið og eingin hafa þau vopnin reyndar fundist enn. Ráðherrann varð sér enn einu sinni eftirminnilega til skammar en hélt samt áfram með hinum viljugu þingmönnum og ráðherraliðinu að tönnlast á gereyðingarvopnunum. Nú hefur verið upplýst að Írakar hafi aldrei átt gereyðingarvopn þau sem voru forsendur innrásarinnar. Og hvað gera ráðamenn á Íslandi þá? Lýsa þeir því þá ekki yfir að þeir séu ekki lengur stuðningsmenn hernaðarbröltsins í Írak þar sem forsendur þess reyndust rangar? Nei, ekki aldeilis. Þótt nýir menn séu sestir í stóla Davíðs og Halldórs segja þeir einfaldlega að miðað við forsendur þær sem lágu fyrir þegar innrásin var gerð hafi hún verið óhjákvæmilegt svar hins frjálsa heims. Þótt nú hafi hið rétta komið í ljós sé ekki ástæða til að hætta stuðningi við stríðið. Hér hefur ríkisstjórn Íslands enn og aftur orðið sér til skammar. Úreltar og rangar forsendur skulu áfram stjórna gerðum hennar. Og stjórnarþingmennirnir þægu hafa orðið sér til enn meiri skammar því þeir fylgja foringjum sínum áfram í blindni. Það er í raun dapurlegt að stjórnarþingmenn skuli ekki búa yfir meiri dug og þori en raun ber vitni um. Þeirra hlutskipti er því sorglegt en kannski ekki síðu aumkunarvert. Síðan er það önnur saga en þó vissulega skyld að flestir þessara stjórnarþingmanna biðja um atkvæði kjósenda í vor. Kannski getur almenningur á Íslandi þá gert upp sakirnar við þá.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …