BREYTA

Kannski getum við gert upp sakirnar

Ragnar Ã?skarsson Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest eftir því þegar þeir fóstbræður Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson ákváðu upp á eigin spýtur að styðja innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Allt það mál varð sem kunnugt er Íslendingum til hneisu og skammar á alþjóðlegum vettvangi og sýndi þjóðum heimsins að á Íslandi ríkir ekki það lýðræði og enn síður það þingræði sem fólki í okkar heimshluta telur svo sjálfsagt. Þeir fóstbræðurnir brugðust illa við eðlilegri gagnrýni á ákvörðuninni, neituðu að Alþingi tæki málið til umræðu og afgreiðslu, og svöruðu fullum hálsi að forsendur innrásarinnar væru svo pottþéttar að nauðsynlegt hefði verið að styðja hana. Fyrir vikið fengum við Íslendingar hina vafasömu nafnbót hinna viljugu. Stjórnarliðar á Alþingi létu sig hafa það að trúa leiðtogum sínum í blindni og brugðust þannig þingræðisskyldunni. Í öllum umræðum sem síðan hafa farið fram um málið hafa stjórnarliðar tuggið aftur og aftur sömu tugguna um að stórtæk gereyðingarvopn Íraka hafi réttlætt innrásina og Íslendingar hefðu því sem þjóð átt að styðja hana. Eftirminnilegt er þegar Halldór Ásgrímsson kom fram í sjónvarpi og lýsti því fjálglega yfir að íselenskir hermenn hefðu fyrstir viljugra hermanna fundið sannanirnar um gereyðingarvopnin. Menn stóðu um tíma á öndinni vegna hetjudáðarinnar en síðan kom í ljós að hinir íslensku hermenn höfðu engin gereyðingarvopn fundið og eingin hafa þau vopnin reyndar fundist enn. Ráðherrann varð sér enn einu sinni eftirminnilega til skammar en hélt samt áfram með hinum viljugu þingmönnum og ráðherraliðinu að tönnlast á gereyðingarvopnunum. Nú hefur verið upplýst að Írakar hafi aldrei átt gereyðingarvopn þau sem voru forsendur innrásarinnar. Og hvað gera ráðamenn á Íslandi þá? Lýsa þeir því þá ekki yfir að þeir séu ekki lengur stuðningsmenn hernaðarbröltsins í Írak þar sem forsendur þess reyndust rangar? Nei, ekki aldeilis. Þótt nýir menn séu sestir í stóla Davíðs og Halldórs segja þeir einfaldlega að miðað við forsendur þær sem lágu fyrir þegar innrásin var gerð hafi hún verið óhjákvæmilegt svar hins frjálsa heims. Þótt nú hafi hið rétta komið í ljós sé ekki ástæða til að hætta stuðningi við stríðið. Hér hefur ríkisstjórn Íslands enn og aftur orðið sér til skammar. Úreltar og rangar forsendur skulu áfram stjórna gerðum hennar. Og stjórnarþingmennirnir þægu hafa orðið sér til enn meiri skammar því þeir fylgja foringjum sínum áfram í blindni. Það er í raun dapurlegt að stjórnarþingmenn skuli ekki búa yfir meiri dug og þori en raun ber vitni um. Þeirra hlutskipti er því sorglegt en kannski ekki síðu aumkunarvert. Síðan er það önnur saga en þó vissulega skyld að flestir þessara stjórnarþingmanna biðja um atkvæði kjósenda í vor. Kannski getur almenningur á Íslandi þá gert upp sakirnar við þá.

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …