BREYTA

Kannski getum við gert upp sakirnar

Ragnar Ã?skarsson Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest eftir því þegar þeir fóstbræður Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson ákváðu upp á eigin spýtur að styðja innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Allt það mál varð sem kunnugt er Íslendingum til hneisu og skammar á alþjóðlegum vettvangi og sýndi þjóðum heimsins að á Íslandi ríkir ekki það lýðræði og enn síður það þingræði sem fólki í okkar heimshluta telur svo sjálfsagt. Þeir fóstbræðurnir brugðust illa við eðlilegri gagnrýni á ákvörðuninni, neituðu að Alþingi tæki málið til umræðu og afgreiðslu, og svöruðu fullum hálsi að forsendur innrásarinnar væru svo pottþéttar að nauðsynlegt hefði verið að styðja hana. Fyrir vikið fengum við Íslendingar hina vafasömu nafnbót hinna viljugu. Stjórnarliðar á Alþingi létu sig hafa það að trúa leiðtogum sínum í blindni og brugðust þannig þingræðisskyldunni. Í öllum umræðum sem síðan hafa farið fram um málið hafa stjórnarliðar tuggið aftur og aftur sömu tugguna um að stórtæk gereyðingarvopn Íraka hafi réttlætt innrásina og Íslendingar hefðu því sem þjóð átt að styðja hana. Eftirminnilegt er þegar Halldór Ásgrímsson kom fram í sjónvarpi og lýsti því fjálglega yfir að íselenskir hermenn hefðu fyrstir viljugra hermanna fundið sannanirnar um gereyðingarvopnin. Menn stóðu um tíma á öndinni vegna hetjudáðarinnar en síðan kom í ljós að hinir íslensku hermenn höfðu engin gereyðingarvopn fundið og eingin hafa þau vopnin reyndar fundist enn. Ráðherrann varð sér enn einu sinni eftirminnilega til skammar en hélt samt áfram með hinum viljugu þingmönnum og ráðherraliðinu að tönnlast á gereyðingarvopnunum. Nú hefur verið upplýst að Írakar hafi aldrei átt gereyðingarvopn þau sem voru forsendur innrásarinnar. Og hvað gera ráðamenn á Íslandi þá? Lýsa þeir því þá ekki yfir að þeir séu ekki lengur stuðningsmenn hernaðarbröltsins í Írak þar sem forsendur þess reyndust rangar? Nei, ekki aldeilis. Þótt nýir menn séu sestir í stóla Davíðs og Halldórs segja þeir einfaldlega að miðað við forsendur þær sem lágu fyrir þegar innrásin var gerð hafi hún verið óhjákvæmilegt svar hins frjálsa heims. Þótt nú hafi hið rétta komið í ljós sé ekki ástæða til að hætta stuðningi við stríðið. Hér hefur ríkisstjórn Íslands enn og aftur orðið sér til skammar. Úreltar og rangar forsendur skulu áfram stjórna gerðum hennar. Og stjórnarþingmennirnir þægu hafa orðið sér til enn meiri skammar því þeir fylgja foringjum sínum áfram í blindni. Það er í raun dapurlegt að stjórnarþingmenn skuli ekki búa yfir meiri dug og þori en raun ber vitni um. Þeirra hlutskipti er því sorglegt en kannski ekki síðu aumkunarvert. Síðan er það önnur saga en þó vissulega skyld að flestir þessara stjórnarþingmanna biðja um atkvæði kjósenda í vor. Kannski getur almenningur á Íslandi þá gert upp sakirnar við þá.

Færslur

SHA_forsida_top

Um orðið varnarlið

Um orðið varnarlið

Erindi Árna Björnssonar á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Það kom fólki …

SHA_forsida_top

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Erindi Jóhanns Geirdal á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Komið þið sæl og …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag

SHA_forsida_top

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Á velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í …

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

eftir Jóhann Geirdal Eftirfarandi greinaflokkur eftir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, birtist á vefritinu …

SHA_forsida_top

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Húsfyllir var á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laugardaginn 22. apríl þegar herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum héldu …

SHA_forsida_top

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17. …

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í …

SHA_forsida_top

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Í dag, 6. apríl, flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi. Ræðu ráðherrans og …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni …

SHA_forsida_top

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins …

SHA_forsida_top

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku …