BREYTA

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

kertafleyting3 Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður saman við Suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30 en þar mun Stefán Pálsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga flytja stutt ávarp. Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður. Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum. Einnig verða kertafleytingar á Akureyri og Egilsstöðum. Fleytt er kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hírósíma og Nagasakí dagana 6. og 9.ágúst 1945. Þetta er tuttugasta og fimmta kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum. Þá sendu japanskir “hibakushar” (en svo eru eftirlifandi fórnarlömb kjarnorkuárásanna nefnd) hingað til lands kerti með beiðni um stuðning við baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum. Tveir fulltrúar þeirra komu einnig hingað til lands í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga. Um leið og friðarsinnar minnast þeirra sem féllu í kjarnorkuárásunum leggja þeir áherslu á kröfuna: Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí! Rödd friðar þarf að heyrast og hljóma um allan heim. Yfirvöld verða að fá skýr skilaboð um að stríð sé ekki valkostur. Loftárásir og heræfingar tryggja ekki frið. Vandamál heimsins verða ekki leyst með ofbeldi og vopnavaldi heldur samvinnu og viðræðum. Krafa okkar er friðsamur og kjarnorkuvopnalaus heimur. Samstarfshópur friðarhreyfinga: Félag leikskólakennara. Friðar og mannréttindahópur BSRB Friðar og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis Menningar og friðarsamtökin MFÍK Samtök hernaðarandstæðinga SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista) Nánari upplýsingar gefa: Ingibjörg Hararldsdóttir, sími:8495273 netfang: inghar@centrum.is Steinunn Þóra Árnadóttir, sími: 690 2592 netfang: steiarn@hi.is

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00 MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar) …

SHA_forsida_top

SHA og 11. september

SHA og 11. september

Hér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

eftir Þórarinn Hjartarson Ég er orðinn nokkurn veginn sannfærður um að voðaverkin í New York …

SHA_forsida_top

Rússar troða illsakir við granna sína

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar …

SHA_forsida_top

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar …

SHA_forsida_top

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: …

SHA_forsida_top

Dagfari á netinu

Dagfari á netinu

Tímarit SHA, Dagfari, kom út í nóvember og hefur verið borið út til félagsmanna. Blaðið …

SHA_forsida_top

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna …

SHA_forsida_top

Upplestur á málsverði

Upplestur á málsverði

Staðfest hefur verið að rithöfundurinn Óskar Árni Óskarsson mun lesa úr verkum sínum á fjáröflunarmálsverði …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi

Málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðurinn í Friðarhúsi, föstudagskvöldið 30. nóvember er glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: …

SHA_forsida_top

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …