BREYTA

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

kertafleyting3 Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður saman við Suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30 en þar mun Stefán Pálsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga flytja stutt ávarp. Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður. Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum. Einnig verða kertafleytingar á Akureyri og Egilsstöðum. Fleytt er kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hírósíma og Nagasakí dagana 6. og 9.ágúst 1945. Þetta er tuttugasta og fimmta kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum. Þá sendu japanskir “hibakushar” (en svo eru eftirlifandi fórnarlömb kjarnorkuárásanna nefnd) hingað til lands kerti með beiðni um stuðning við baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum. Tveir fulltrúar þeirra komu einnig hingað til lands í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga. Um leið og friðarsinnar minnast þeirra sem féllu í kjarnorkuárásunum leggja þeir áherslu á kröfuna: Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí! Rödd friðar þarf að heyrast og hljóma um allan heim. Yfirvöld verða að fá skýr skilaboð um að stríð sé ekki valkostur. Loftárásir og heræfingar tryggja ekki frið. Vandamál heimsins verða ekki leyst með ofbeldi og vopnavaldi heldur samvinnu og viðræðum. Krafa okkar er friðsamur og kjarnorkuvopnalaus heimur. Samstarfshópur friðarhreyfinga: Félag leikskólakennara. Friðar og mannréttindahópur BSRB Friðar og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis Menningar og friðarsamtökin MFÍK Samtök hernaðarandstæðinga SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista) Nánari upplýsingar gefa: Ingibjörg Hararldsdóttir, sími:8495273 netfang: inghar@centrum.is Steinunn Þóra Árnadóttir, sími: 690 2592 netfang: steiarn@hi.is

Færslur

SHA_forsida_top

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Í kvöld verður límt á Dagfara og hann svo sendur/borinn út til félagsmanna í SHA. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum …

SHA_forsida_top

Eru menn gengnir af göflunum?

Eru menn gengnir af göflunum?

Fregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita …

SHA_forsida_top

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Rétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í …

SHA_forsida_top

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, …

SHA_forsida_top

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhýsi

SHA_forsida_top

Á fjölunum

Á fjölunum

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Bókabúð Slagsíðunnar

Bókabúð Slagsíðunnar

Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega. Í Bókabúð …