BREYTA

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasaki. Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar minnst fórnarlamba þessara árása og um leið minnt á kröfuna um heim á kjarnorkuvopna með kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn. Kertafleytingin hefur verið fjölsóttur atburður enda málefnið brýnt. Ljóst er að vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er ekki unnt að halda aðgerðina með hefðbundnu sniði, vegna reglna um fjöldatakmarkanir. Þess í stað hefur Samstarfshópur friðarhreyfinga ákveðið að haldin verði táknræn aðgerð þar sem fáeinir friðarsinnar koma saman, sem verði tekin upp og streymt á netinu að kvöldi 6. ágúst. Upptakan mun hins vegar fara fram klukkan ellefu að kvöldi hins 5. ágúst, um sama leyti og Hírósímasprengjan sprakk fyrir 75 árum. Kjarnorkuvopn eru síst minni ógn í dag en á tímum Kalda stríðsins og eru nýlegar fréttir af áformum stórvelda, jafnt Nató-ríkja og Rússlands, um þróun nýrra og öflugri vopna til marks um það. Samstarfshópur friðarhreyfinga hvetur íslensk stjórnvöld til að snúast á sveif með þeim ríkjum sem undirritað hafa sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Friðarsinnar munu á ný koma saman við Reykjavíkurtjörn að ári. Aldrei aftur Hírósíma – aldrei aftur Nagasaki!

Færslur

SHA_forsida_top

Magnaður matseðill

Magnaður matseðill

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu vormisseri verður haldinn nk. föstudagskvöld, 28. maí. Kokkaþríeykið Jón …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning Íslands-Palestínu

Kvikmyndasýning Íslands-Palestínu

INSHALLAH - HEIMILDAKVIKMYND EFTIR MAURICE JACOBSEN Íbúar Gazastrandarinnar hafa lifað árum saman vi! hernám, umsátur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður, 1. maí kaffi & Dagfari

Fjáröflunarmálsverður, 1. maí kaffi & Dagfari

Föstudagskvöldið 29. apríl verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi verður yfirkokkur og verður …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar heimsækja herskip 16. apríl kl. 14

Friðarsinnar heimsækja herskip 16. apríl kl. 14

Skömmu fyrir hádegi fimmtudaginn 14. apríl komu þrjú þýsk herskip til hafnar í Reykjavík. Brandenburg …

SHA_forsida_top

Líbýustríði mótmælt

Líbýustríði mótmælt

Óformlegur hópur fólks sem andæft hefur stríðinu í Líbýu og þátttöku Nató í því boðar …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur friðaraðgerða

Undirbúningsfundur friðaraðgerða

Fundað í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. andófsaðgerðir

Undirbúningsfundur f. andófsaðgerðir

Lárus Páll Birgisson (Lalli sjúkraliði) boðar til fundar í Friðarhúsi föstudaginn 8. apríl kl. 20 …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna „loftrýmisgæslu“

Ályktun frá SHA vegna „loftrýmisgæslu“

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fréttir af því að hingað komi til lands kanadískar …

SHA_forsida_top

„Los cincos“ – Kúbumennirnir fimm

„Los cincos“ – Kúbumennirnir fimm

Kynningarfundur um mál fimmenninganna verður í sal MÍR, Hverfisgötu 105, fimmtudagskvöldið 31. mars klukkan 19:30. …

SHA_forsida_top

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Grein þessi birtist upphaflega á vefritinu Smugunni. Árið 2003 tóku tveir menn ákvörðun um að …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. mars. Kokkar kvöldsins verða Harpa Stefánsdóttir …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa þungum áhyggjum af hernaði og ofbeldisverkum í Miðausturlöndum liðinna daga. Í Jemen …

SHA_forsida_top

Hvað er málið með Líbýu?

Hvað er málið með Líbýu?

Þrátt fyrir margra vikna átök í Líbýu, hefur lítið farið fyrir dýpri umfjöllun um bakgrunn …

SHA_forsida_top

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vegna kjarnorkuslyssins í Japan Síðustu daga hafa fregnir af kjarnorkuslysinu …