BREYTA

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9.ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröfu sína um friðsaman heim án kjarnorkuvopna. Um er að ræða hefð sem upprunin er í Japan, en kertafleytingar af þessu tagi fara fram víða um lönd í ágúst ár hvert. Að þessu sinni verður kertum fleytt á fjórum stöðum á landinu. Tvær kertafleytingar verða laugardagskvöldið 6.ágúst á Egilstöðum og Seyðisfirði en þriðjudagskvöldið 9. ágúst fleyta friðarsinnar á Akureyri og í Reykjavík kertum. * * * Laugardaginn 6. ágúst kl. 22:30 verður kertum fleytt við Lómatjörn á Egilsstöðum og á Seyðisfirði við lónið. Ljóð eftir Sigurður Ingólfsson menntaskólakennara verður flutt samtímis á báðum stöðum. Bæði íbúar og allir sem eru á ferð fyrir austan eru hvattir til að mæta og sýna samstöðu gegn stríði og fordómum. Seld verða kerti á staðnum. * * * Í Reykjavík verður kertafleytingin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30. Þar mun borgarstjórinn í Reykjavík Jón Gnarr flytja ávarp og kveðjur frá borgarstjóranum í Nagasakí Tomihisa Taue. Kristján Hans Óskarsson leikari flytur ljóðið Klukkurnar í Nagasakí. Fundarstjóri verður Auður Lilja Erlingsdóttir framkvæmdastýra. Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum. Kertafleytingin í Reykjavík er á vegum Samstarfshóps friðarhreyfinga, sem er samstarfsverkefni sjö friðarsamtaka og -hópa. * * * Á Akureyri efnir Samstarfshópur um frið til kertafleytingar þriðjudagskvöldið 9.ágúst við Minjasafnstjörnina. Kertum hefur verið fleytt á Akureyri frá 1998.

Færslur

SHA_forsida_top

Opið bréf til Ólafs Stephensens

Opið bréf til Ólafs Stephensens

Grein þessi birtist einnig á vefritinu Smugunni. Komdu sæll Ólafur, Ég skrifa þér til …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Fréttablaðið bauð lesendum sínum upp á ónotalega forsíðufrétt í morgun, miðvikudaginn 17. mars, þar sem …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Tjarnarsal, 8. mars

Dagskrá í Tjarnarsal, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 8.mars 2010 …

SHA_forsida_top

Vissir þú...?

Vissir þú...?

Hernaðarbandalagið Nató hefur þá yfirlýstu stefnu að aðildarríki þess skuli verja sem nemur 2% af …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss ehf. fundar.

SHA_forsida_top

Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

Samtök hernaðarandstæðinga efna til félagsfundar í Friðarhúsi mánudagskvöldið 1. mars n.k. kl. 20. Gestir fundarins …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður Friðarhúss

Föstudagsmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. febrúar n.k. Um matseldina sér að þessu sinni Björk …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA fundar í Friðarhúsi um rannsókn á Íraksstríðinu.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar

RV í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Rauðs vettvangs

Aðalfundur Rauðs vettvangs

Rauður vettvangur heldur aðalfund sinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar í Friðarhúsi