BREYTA

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki árið 1945. Með athöfninni er jafnframt minnt á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Vopn þessi eru enn í dag einhver mesta ógnin við tilvist mannkyns og óhemjufjármunum er varið í áframhaldandi þróun þeirra. Almenningur er rækilega minntur á hættuna af þessum vopnum um þessar mundir, þar sem líkurnar á beitingu þeirra, hvort heldur er af slysni eða yfirlögðu ráði hafa sjaldan vegið meiri. Má þar horfa til lítt dulbúinna hótana Bandaríkjastjórnar um beitingu slíkra vopna í deilum við Írani, uppsögn mikilvægra afvopnunarsamninga stórveldanna og ýfingar kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistan. Sjónvarpsáhorfendur hafa sömuleiðis rifjað upp ógnir kjarnorkunnar í minnisstæðum þáttum um kjarnorkuslysið í Chernobyl í Sovétríkjunum árið 1986, sem margir hafa séð. Í þessu svartnætti má þó benda á jákvæðari tíðindi, svo sem sáttmála þann sem saminn hefur verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og hvetja íslenskir friðarsinnar stjórnvöld til þess að undirrita og staðfesta þann samning. Að þessu sinni verður kertum fleytt á fjórum stöðum á landinu föstudaginn 9.ágúst. Í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar, við Skothúsveg kl. 22:30. Stutt dagskrá verður á undan fleytingunni. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur ávarp. Fundarstjóri Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Flotkerti verða seld á staðnum, en Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur veg og vanda af kertafleytingunni. Ísfirðingar munu safnast saman í fjörunni við Neðstakaupstað klukkan 22:30 þar sem Bryndis Friðgeirsdóttir mun halda ræðu. Patreksfirði hefst kertafleytingin á sama tíma. Akureyringar fleyta kertum hálftíma fyrr en á hinum stöðunum, nánar tiltekið klukkan 22:00 við Minjasafnstjörnina þar sem Wolfgang Frosti Sahr framhaldsskólakennari flytur ávarp.

Færslur

SHA_forsida_top

Erill á Menningarnótt

Erill á Menningarnótt

Það verður nóg á seyði hjá SHA á Menningarnótt í Reykjavík: Kl. 16:30 verður efnt …

SHA_forsida_top

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Stefán Pálsson stjórnar aðgerðum við norska sendiráðið Stefán Pálsson tekur fram gjafir til Norðmanna: bangsa, …

SHA_forsida_top

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Eftirfarandi ávörp voru afhent fulltrúum norskra, bandarískra, danskra og íslenskra stjórnvalda við mótmælaaðgerðir gegn heræfingum …

SHA_forsida_top

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á …

SHA_forsida_top

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Þorvaldur Þorvaldsson, fulltrúi í miðnefnd SHA, flutti ræðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær. Hún …

SHA_forsida_top

Ræða frá heræfingamótmælum

Ræða frá heræfingamótmælum

Garðar Stefánsson, róttæklingur og hagfræðinemi, flutti ræðustúf fyrir framan norska sendiráðið á mótmælum SHA í …

SHA_forsida_top

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

eftir Elías Davíðsson Reykjavík, 14. ágúst 2007 – Fjölmiðlar greindu í dag frá tvíþættum heræfingum, …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Safnast verður saman við norska sendiráðið (við Fjólugötu), þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17. Þaðan …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

SHA mótmæla heræfingum á Íslandi. Safnast saman við norska sendiráðið kl. 17.

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla yfirstandandi heræfingum hér á landi og þeirri stefnu íslenskra ráðamanna að gera …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Á Akureyri stóðu Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 fimmtudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Friður í okkar nafni

Friður í okkar nafni

Ávarp Gunnars Hersveins við kertafleytingu 9. ágúst 2007 í Reykjavík Enn fellur sprengja til …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting verður við Tjörnina í Reykjavík og við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudaginn 9.ágúst næstkomandi …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Friðarsinnar fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn kl. 22:30 til að minnast kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki.

SHA_forsida_top

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

Eftirfarandi grein birtist á vefriti Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 30. júlí Fram hefur komið í …