BREYTA

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki árið 1945. Með athöfninni er jafnframt minnt á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Vopn þessi eru enn í dag einhver mesta ógnin við tilvist mannkyns og óhemjufjármunum er varið í áframhaldandi þróun þeirra. Almenningur er rækilega minntur á hættuna af þessum vopnum um þessar mundir, þar sem líkurnar á beitingu þeirra, hvort heldur er af slysni eða yfirlögðu ráði hafa sjaldan vegið meiri. Má þar horfa til lítt dulbúinna hótana Bandaríkjastjórnar um beitingu slíkra vopna í deilum við Írani, uppsögn mikilvægra afvopnunarsamninga stórveldanna og ýfingar kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistan. Sjónvarpsáhorfendur hafa sömuleiðis rifjað upp ógnir kjarnorkunnar í minnisstæðum þáttum um kjarnorkuslysið í Chernobyl í Sovétríkjunum árið 1986, sem margir hafa séð. Í þessu svartnætti má þó benda á jákvæðari tíðindi, svo sem sáttmála þann sem saminn hefur verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og hvetja íslenskir friðarsinnar stjórnvöld til þess að undirrita og staðfesta þann samning. Að þessu sinni verður kertum fleytt á fjórum stöðum á landinu föstudaginn 9.ágúst. Í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar, við Skothúsveg kl. 22:30. Stutt dagskrá verður á undan fleytingunni. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur ávarp. Fundarstjóri Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Flotkerti verða seld á staðnum, en Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur veg og vanda af kertafleytingunni. Ísfirðingar munu safnast saman í fjörunni við Neðstakaupstað klukkan 22:30 þar sem Bryndis Friðgeirsdóttir mun halda ræðu. Patreksfirði hefst kertafleytingin á sama tíma. Akureyringar fleyta kertum hálftíma fyrr en á hinum stöðunum, nánar tiltekið klukkan 22:00 við Minjasafnstjörnina þar sem Wolfgang Frosti Sahr framhaldsskólakennari flytur ávarp.

Færslur

SHA_forsida_top

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frumvarp til breytinga á lögreglulögunum. Ráðherrann lýsir því svo á …

SHA_forsida_top

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Frá friðarráðstefnu í Yokohama í Japan 24.-25. nóvember 2005 Okkur hefur borist skýrsla um …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðum um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er nú lokið í bili án þess að niðurstaða …

SHA_forsida_top

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður er látinn. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu.

SHA_forsida_top

Opið hús í Friðarhúsi

Opið hús í Friðarhúsi

Heitt á könnunni í Friðarhúsi frá kl. 20. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Friðarhreyfingar um allan heim vinna nú á fullu við að undirbúa mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-19. …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

27. janúar sl. voru liðin 10 ár frá því að Frakkar hættu að tilraunum sínum …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

MFÍK skipuleggur undirbúning fundar vegna 8. mars.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Eins og komið hefur fram hér á síðunni er Alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum …

SHA_forsida_top

Tilvitnun dagsins

Tilvitnun dagsins

„Ég hef margsagt það í ræðustól á þessu þingi: Íslensk stjórnvöld fordæma ólöglega meðferð á …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. mars og hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningsfundur fyrir samkomu á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8.mars.

SHA_forsida_top

Stöðvum hernám Íraks!

Stöðvum hernám Íraks!

Ákall um andóf gegn hernámi Íraks Nýlega sendi hópur fólks frá 16 löndum frá …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðirnir í Friðarhúsi, sem að jafnaði eru haldnir fjórða föstudag í mánuði, hafa rækilega slegið …