BREYTA

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Þegar ég fæddist fyrir nærri því 79 árum geisaði stríð í heiminum, grimmileg landvinningastyrjöld sem hafin var og knúin áfram af einstaklingi andsetnum af sjúkum ofurmennishugmyndum og fyrirlitningu á mannkyninu. „Feigðin reið okkar föðurhúsum,“ segir Ari Jósefsson skáld, sem sjálfur fæddist bara fimm dögum áður en þetta stríð hófst:

Feigðin reið okkar föðurhúsum

Málmdrekar flugu um þúngbúinn bernskuhimin
þórdrunur glumdu handan svartra ála
og regnbogar hrundu með gný

Nú stígur gufa uppaf fúlu vatni
þar sem eggjárnin eru hert að nýju

Mökkurinn fyllir auðnina af andlitum
sem stara blóðhlaupnum augum úrúr draungum
á okkur sem eigrum niðurlút um rústir
og leitum að morgundegi í brotajárninu

Svona er hún nöturleg, myndin hans Ara af hlutskipti minnar kynslóðar og hans.

Síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk hefur aldrei ríkt alger friður í heiminum, ekki einu sinni í Evrópu, þrátt fyrir hátíðlega svardaga og þrátt fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Það hafa verið framin valdarán, uppreisnir gerðar, háðar borgarastyrjaldir, trúarstríð, stundaður skæruhernaður innan ríkja, valdsmenn ríkja hafa skipt sér af innanlandsmálum annarra ríkja með ógnandi tilburðum, en það hefur ekki að því er ég best fæ séð verið gerð bein innrás eins Evrópuríkis í annað, með fullum herstyrk, í grímulausu landvinningaskyni fyrr en núna á þessu ári.

Eins og okkur er öllum í fersku minni réðst rússneski herinn inn í Úkraínu 24. febrúar í ár, úr öllum áttum, úr lofti og á landi, með hryllilegum afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á. Purkunarlaust hefur verið varpað sprengjum á þéttar íbúabyggðir og skotmörk sem hafa engan hernaðarlegan tilgang,  þúsundir almennra borgara hafa fallið, milljónir hafa flúið land, búseta þriðjungs þjóðarinnar hefur raskast. Flóttamannavandinn hefur aldrei verið stærri síðan á tímum seinni heimsstyrjaldar. Eyðilegging á húsum, öðrum mannvirkjum og ræktuðu landi er gífurleg fyrir utan geigvænleg áhrif á andrúmsloftið. Og til hvers? Ég get ekki komið hugsunum mínum á framfæri betur en með orðum Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundarins ástsæla sem lést á árinu, orðum sem hún leggur í munn móður barnanna á númer tvö í fyrsta bindi Hafnarfjarðarþríleiksins, Sitji Guðs englar. „Hvorir heldurðu að vinni stríðið?“ spyr Halldór sonur hennar. „Englendingar eða þýskararnir? Ha, mamma?“

Æ, ég veit það ekki Halldór. Sennilega tapa Þjóðverjar þessu skelfilega stríði. En það tapa bara allir, sagði mamma.

Hvernig geta allir tapað? spurði Páll ...

Milljónir manna eru dánar i þessu stríði, Páll minn, sagði mamma. Og það fólk átti bara eitt líf. Það er búið að leggja í rúst heilu borgirnar, sem mannkynið hefur byggt af hugviti og þekkingu. Milljónir dagsverka hafa verið lögð í rúst. Heldurðu að þeir sem það gerðu hafi unnið einhvern sigur? ... Haldiði að þeir séu einhverjar hetjur? spurði mamma.

Guðrún lætur spurningunni ósvarað, leyfir lesandanum að velta henni fyrir sér. Og þegar við horfum núna á ummerki stríðsins á okkar dögum, „þar sem að áður akrar huldu völl“ má nú sjá endalausa gígaröð eftir öflugar sprengjur og flugskeyti, sjúkrahús þar sem mannslífum var bjargað, nú eins og beinagrindur af húsum, skólar, leikskólar jafnaðir við jörðu, snotrar íbúðablokkir þar sem fjöldi fjölskyldna bjó, karla, kvenna og barna, nú rústir einar, og íbúarnir – þeir sem enn eru þar – eigra niðurlútir um rústirnar og leita að morgundegi í brotajárninu, eins og Ari Jósefsson orðaði það.

Við erum hér saman komin í kvöld til að minnast endaloka síðari heimsstyrjaldar, þegar kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgina Hírósíma 6. ágúst 1945 og systurborgina Nagasaki þrem dögum seinna, þann 9. ágúst fyrir 77 árum. Þar var framinn glæpur gegn öllu mannkyni og skelfilegustu hótanir ofstopamannsins sem stendur að styrjöldinni í Úkraínu núna ganga út á að minna okkur á að hann, einnig hann, ráði yfir slíkum gereyðingarvopnum. Nú er vitað að beiting kjarnorkuvopna er aldrei staðbundin, hún hefur víðtækari áhrif en séð verður fyrir og þau vara lengur – eins og við vorum minnt á í nýjustu skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snertingu. Önnur aðalpersóna hennar er „hibahusha“, brennimerkt af sprengjunni þótt hún hafi ekki verið fædd þegar sprengjan féll. Bandaríkjastjórn þótti líklega Japan nógu langt í burtu til að afleiðingar sprenginganna kæmu ekki illa niður á þeim en slíkar hugmyndir getur Vladimir Pútín ekki leyft sér. Hann er að leggja nágrannaríki í rúst og það þrátt fyrir nánast almenna alþjóðlega andstöðu, meðal annars af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Ef til vill tapa Úkraínumenn þessu stríði en hver verður ávinningur Rússa? Fordæming heimsbyggðarinnar – kannski með örfáum undantekningum – vansælir þegnar sem ekki vilja þýðast nýja valdhafa. Hnípin þjóð og brotin, dreifð um allar jarðir. Áframhaldandi andóf innanlands. Meira að segja Bandaríkjamenn fóru að lokum með skottið milli afturlappanna frá Víetnam og Afganistan – þrátt fyrir áratugalangan hernað vannst enginn sigur.  Því að það er með friði sem við sigrum og nú tökum við undir með Jóhannesi úr Kötlum í „Þulu frá Týli“.

Horfumst í augu
fögnum morgunhvítri sólinni
laugum iljar okkar í dögginni
biðjum um frið
leggjum grasið undir vanga okkar
vermum frækornið í lófa okkar
stígum varlega á moldina
biðjum um frið
borum fingrinum í sandinn
sendum vísuna út í vindinn
speglum okkur í hylnum
biðjum um frið
reikum um fjárgöturnar
teljum stjörnurnar
hlustum á silfurbjöllurnar
biðjum um frið
göngum að leiði móður okkar
göngum að leiði föður okkar
minnumst hins liðna
biðjum um frið
tökum í hönd systur okkar
tökum í hönd bróður okkar
lyftum því sem er
biðjum um frið
lítum í vöggu dóttur okkar
lítum í vöggu sonar okkar
elskum hið ókomna
biðjum um frið
horfumst í augu
horfumst í augu gegnum fjarlægðirnar
horfumst í augu gegnum aldirnar
biðjum um frið

Þakka ykkur fyrir

Færslur

SHA_forsida_top

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með …

SHA_forsida_top

Borgarstjóri á réttri leið

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 …

SHA_forsida_top

Aðventufundur Feministafélagsins

Aðventufundur Feministafélagsins

Feministafélagið fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

eftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í …

SHA_forsida_top

Össur ginnkeyptur

Össur ginnkeyptur

eftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði …

SHA_forsida_top

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 30. nóv. 2010 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu …

SHA_forsida_top

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

Eitt þeirra atriða sem frambjóðendur til stjórnlagaþings gátu tekið afstöðu til í spurningalista DV, sem …

SHA_forsida_top

Friðlýsingu, tafarlaust!

Friðlýsingu, tafarlaust!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, hvetur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til að …

SHA_forsida_top

Heimur án kjarnorkuvopna

Heimur án kjarnorkuvopna

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, lýsir áhyggjum af þeim fregnum sem borist hafa …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, minnir á þá gömlu kröfu sína að íslensku …

SHA_forsida_top

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, krefst þess að herstöðvasamningi Íslands við Bandaríkin verði …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fyrir starfsárið 2010-2011 var kjörin á landsráðstefnu hinn 24. nóvember 2010. …