BREYTA

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Það er Húmanistahreyfingin sem beitir sér fyrir þessum fundi en hann er liður í alþjóðlegu átaki húmanista um allan heim fyrir afvopnun. Af þessu tilefni birtum við eftirfarandi grein eftir Júlíus Valdimarsson og hvetjum lesendur Friðarvefsins til að fjölmenna á fund Húmanistahreyfingarinnar á laugardaginn. Já, kjarnorkuógn núna? Var hún ekki bara á dögum kaldastríðsins? Allavega eru ekki lengur stórar samkomur um allan heim til þess að mótmæla kjarnavopnum og krefjast afvopnunar. Skyldi það vera vegna þess að kjarnorkuvopn ógni ekki lengur jarðarbúum? Skyldi það vera vegna þess að nú sé mun friðvænlegra í heiminum heldur en þegar Sovétríkin og Bandaríkin stóðu hvort frammi fyrir öðru öðru með puttann á rauða hnappinum tilbúin til að senda kjarnorkuskeytin á víxl og hefja þannig tortímingu jarðarinnar? Valdhafar hóta að beita kjarnavopnum Í dag er talið að kjarnavopn séu um 30.000 talsins. Munu þau ekki verða notuð? Kjarnavopn hafa þegar verið notuð. Bandaríkjamenn hafa tvisvar varpað kjarnorkusprengjum, á Hirosima og Nagasaki í ágúst 1945. Mörghundruð þúsund manns létust og vansköpuð börn fæddust í mörg ár á eftir vegna afleiðinga þessa voðaverks af hendi lögmætrar ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Nú eru kjarnavopn í höndum fleiri ríkja en á tímum kaldastríðsins og óttast er að þau séu einnig í höndum ýmissa glæpasamtaka og annarra samtaka sem beita ofbeldi ekki síður en hinir svonefndu lögmætu valdhafar. Frakklandsforseti hefur nýlega látið að því liggja í opinberri ræðu að Frakkar muni svara hryðjuverkaárás með því að beita kjarnavopnum. Alþjóðleg herferð fyrir afvopnum Húmanistar hafa nú hafið alþjóðlega herferð fyrir afvopnun til þess að vekja athygli á þessari stærstu vá sem að mannkyninu steðjar á okkar dögum. Það þarf ekki að hugleiða nema augnablik til þess að sjá hve gífurlegt áfall það yrði í heimsbyggðinni ef kjarnorkusprengja yrði send á stórborg einhversstaðar í heiminum. Ímyndum okkur þau keðjuverkandi áhrif sem slíkur voðaatburður hefði í för með sér. Árásin á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 yrði í samanburði við slíkan atburð eins og léttur löðrungur þótt sá hryllilegi atburður hafi eigi að síður kveikt stigvaxandi ófriðarbál sem gert hefur heiminn enn hættulegri en fyrr. 40 ríki með kjarnavopn eftir 20 ár 8 ríki viðurkenna nú þegar að eiga kjarnorkuvopn. 10 ríki til viðbótar eru grunuð um að vera að þróa kjarnorku á sviði hernaðar. Spáð er af Alþjóða kjarnorkustofnuninni að innan 20 ára hafi um 40 ríki yfir kjarnavopnum að ráða. Eyðileggarmáttur þeirra er geigvænlegur og getur haft úrslita áhrif á líf allra jarðarbúa. Við getum spurt okkur sjálf; slepp ég við afleiðingar kjarnasprenginga? Sleppa börnin mín? Sleppa barnabörnin mín? Afnám ofbeldis NÚNA Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi. Það er engin leið önnur fær en afnám ofbeldisins nú. Silo, upphafsmaður Húmanistahreyfingarinnar og andlegur leiðbeinandi fjölda fólks um allan heim, hefur sett fram skýran boðskap til heimsins sem birtist um þessar mundir í lítilli sjónvarpsauglýsingu víða um heim. Í þessari orðsendingu segir meðal annars: “Til að hindra kjarnorkuvá í framtíðinni þurfum við að sigrast á ofbeldinu núna.” Friðarathöfn á Ingólfstorgi laugardag 14. okt. kl. 15.00 Húmanistar á Íslandi gangast fyrir friðarathöfn laugardaginn 14. október n.k. þar sem sett er fram ósk um algjöra afvopnun núna. Verður myndað friðarmerki með litríkum blöðrum til þess að túlka þetta ákall um frið á jörðu. Ég hvet alla hugrakka menn og konur að mæta á þennan fund. Til þess að forðast ógnir kjarnorkuvopna þurfa ALLIR að taka þátt í baráttu fyrir friðsamlegum heimi fyrir okkur sem lifum nú og fyrir komandi kynslóðir. Júlíus Valdimarsson Höfundur starfar sem ráðgjafi og er leiðbeinandi í Húmanistahreyfingunni

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - miðvikudag

Landsfundur SHA - miðvikudag

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi miðvikudaginn 24. nóvember. Útbýting fundargagna hefst kl. 17:30 …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrártillögur SHA og hernaðarandstæðingar meðal frambjóðenda

Stjórnarskrártillögur SHA og hernaðarandstæðingar meðal frambjóðenda

Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt …

SHA_forsida_top

Hátíðarmálsverður Friðarhúss

Hátíðarmálsverður Friðarhúss

Jólahlaðborð Friðarhúss SHA. Verð kr. 2.000.

SHA_forsida_top

Hátíðarmatseðillinn

Hátíðarmatseðillinn

Hið víðfræga jólahlaðborð Friðarhúss verður haldið föstududagskvöldið 26. nóvember n.k. Húsið verður opnað kl. 18:30 …

SHA_forsida_top

Pöbbkviss róttæklingsins hjá SHA

Pöbbkviss róttæklingsins hjá SHA

Á liðnum árum hafa SHA reglulega staðið fyrir sérstökum kynningar- og skemmtikvöldum fyrir yngri félagsmenn …

SHA_forsida_top

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

7. október var tekið fyrir á Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÖÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÖÁ)

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss kl. 19

SHA_forsida_top

MFÍK - opinn félagsfundur 8. nóv.

MFÍK - opinn félagsfundur 8. nóv.

MFÍK heldur opinn félagsfund mánudaginn 8. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi v/Snorrabraut. Margrét Guðnadóttir, læknir, …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld SHA

Nýliðakvöld SHA

Nýliðakvöld í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 24. nóv. & breytingar á lögum

Landsráðstefna SHA, 24. nóv. & breytingar á lögum

Ákveðið hefur verið að landsráðstefna SHA fari fram miðvikudagskvöldið 24. nóvember n.k. í Friðarhúsi frá …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður, föstudagskvöld

Friðarmálsverður, föstudagskvöld

Hinn mánaðarlegi fja´röflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 29. október. Þar verður endurtekinn matseðilinn …

SHA_forsida_top

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss