BREYTA

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Það er Húmanistahreyfingin sem beitir sér fyrir þessum fundi en hann er liður í alþjóðlegu átaki húmanista um allan heim fyrir afvopnun. Af þessu tilefni birtum við eftirfarandi grein eftir Júlíus Valdimarsson og hvetjum lesendur Friðarvefsins til að fjölmenna á fund Húmanistahreyfingarinnar á laugardaginn. Já, kjarnorkuógn núna? Var hún ekki bara á dögum kaldastríðsins? Allavega eru ekki lengur stórar samkomur um allan heim til þess að mótmæla kjarnavopnum og krefjast afvopnunar. Skyldi það vera vegna þess að kjarnorkuvopn ógni ekki lengur jarðarbúum? Skyldi það vera vegna þess að nú sé mun friðvænlegra í heiminum heldur en þegar Sovétríkin og Bandaríkin stóðu hvort frammi fyrir öðru öðru með puttann á rauða hnappinum tilbúin til að senda kjarnorkuskeytin á víxl og hefja þannig tortímingu jarðarinnar? Valdhafar hóta að beita kjarnavopnum Í dag er talið að kjarnavopn séu um 30.000 talsins. Munu þau ekki verða notuð? Kjarnavopn hafa þegar verið notuð. Bandaríkjamenn hafa tvisvar varpað kjarnorkusprengjum, á Hirosima og Nagasaki í ágúst 1945. Mörghundruð þúsund manns létust og vansköpuð börn fæddust í mörg ár á eftir vegna afleiðinga þessa voðaverks af hendi lögmætrar ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Nú eru kjarnavopn í höndum fleiri ríkja en á tímum kaldastríðsins og óttast er að þau séu einnig í höndum ýmissa glæpasamtaka og annarra samtaka sem beita ofbeldi ekki síður en hinir svonefndu lögmætu valdhafar. Frakklandsforseti hefur nýlega látið að því liggja í opinberri ræðu að Frakkar muni svara hryðjuverkaárás með því að beita kjarnavopnum. Alþjóðleg herferð fyrir afvopnum Húmanistar hafa nú hafið alþjóðlega herferð fyrir afvopnun til þess að vekja athygli á þessari stærstu vá sem að mannkyninu steðjar á okkar dögum. Það þarf ekki að hugleiða nema augnablik til þess að sjá hve gífurlegt áfall það yrði í heimsbyggðinni ef kjarnorkusprengja yrði send á stórborg einhversstaðar í heiminum. Ímyndum okkur þau keðjuverkandi áhrif sem slíkur voðaatburður hefði í för með sér. Árásin á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 yrði í samanburði við slíkan atburð eins og léttur löðrungur þótt sá hryllilegi atburður hafi eigi að síður kveikt stigvaxandi ófriðarbál sem gert hefur heiminn enn hættulegri en fyrr. 40 ríki með kjarnavopn eftir 20 ár 8 ríki viðurkenna nú þegar að eiga kjarnorkuvopn. 10 ríki til viðbótar eru grunuð um að vera að þróa kjarnorku á sviði hernaðar. Spáð er af Alþjóða kjarnorkustofnuninni að innan 20 ára hafi um 40 ríki yfir kjarnavopnum að ráða. Eyðileggarmáttur þeirra er geigvænlegur og getur haft úrslita áhrif á líf allra jarðarbúa. Við getum spurt okkur sjálf; slepp ég við afleiðingar kjarnasprenginga? Sleppa börnin mín? Sleppa barnabörnin mín? Afnám ofbeldis NÚNA Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi. Það er engin leið önnur fær en afnám ofbeldisins nú. Silo, upphafsmaður Húmanistahreyfingarinnar og andlegur leiðbeinandi fjölda fólks um allan heim, hefur sett fram skýran boðskap til heimsins sem birtist um þessar mundir í lítilli sjónvarpsauglýsingu víða um heim. Í þessari orðsendingu segir meðal annars: “Til að hindra kjarnorkuvá í framtíðinni þurfum við að sigrast á ofbeldinu núna.” Friðarathöfn á Ingólfstorgi laugardag 14. okt. kl. 15.00 Húmanistar á Íslandi gangast fyrir friðarathöfn laugardaginn 14. október n.k. þar sem sett er fram ósk um algjöra afvopnun núna. Verður myndað friðarmerki með litríkum blöðrum til þess að túlka þetta ákall um frið á jörðu. Ég hvet alla hugrakka menn og konur að mæta á þennan fund. Til þess að forðast ógnir kjarnorkuvopna þurfa ALLIR að taka þátt í baráttu fyrir friðsamlegum heimi fyrir okkur sem lifum nú og fyrir komandi kynslóðir. Júlíus Valdimarsson Höfundur starfar sem ráðgjafi og er leiðbeinandi í Húmanistahreyfingunni

Færslur

SHA_forsida_top

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Í kvöld verður límt á Dagfara og hann svo sendur/borinn út til félagsmanna í SHA. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum …

SHA_forsida_top

Eru menn gengnir af göflunum?

Eru menn gengnir af göflunum?

Fregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita …

SHA_forsida_top

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Rétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í …

SHA_forsida_top

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, …

SHA_forsida_top

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhýsi

SHA_forsida_top

Á fjölunum

Á fjölunum

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Bókabúð Slagsíðunnar

Bókabúð Slagsíðunnar

Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega. Í Bókabúð …