BREYTA

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

Kjarnorkusprengja 27. janúar sl. voru liðin 10 ár frá því að Frakkar hættu að tilraunum sínum með kjarnorkuvopn á Kyrrahafinu, en þær höfðu þá staðið í 30 ár. Á árunum 1966 til 1996 gerðu Frakkar 193 tilraunir með kjarnorkuvopn, ýmist í andrúmsloftinu eða neðanjarðar, á kóraleyjunum Moruroa og Fangataufa í Polýnesíu. Margir halda að þetta sé bara liðin saga. En fyrir starfsmenn sem unnu við þessar tilraunir var þetta aðeins upphafið að langri baráttu, baráttu við heilsubrest og sjúkdóma sem áður voru óþekktir á svæðinu. Árið 2001 stofnuðu þeir samtök til að berjast fyrir hagsmunum sínum, Moruroa e tatou (Moruroa og við), og eru um 1000 félagar í þeim. Helstu baráttumál samtakanna eru að franska ríkið viðurkenni ábyrgð sína gagnvart starfsmönnunum, að hernaðarleg skjalasöfn verði opnuð svo að hægt verði að leiða í ljós sannleikann um hið svokallaða „meinleysi tilraunanna“, að franska þingið setji lög sem tryggi réttindi starfsmanna sem hafa misst heilsuna vegna tilraunanna og að franska ríkið borgi þeim skaðabætur. Sambærileg samtök franskra starfsmanna við tilraunir í Sahara og Polýnesíu hafa verið stofnuð og eru um 700 félagar í þeim. Rannsókn sem gerð hefur verið á heilbrigði þeirra sýnir að 85% þeirra búa við heilsubrest og 32% þeirra hafa fengið krabbamein, en meðaltíðni krabbameins í Frakklandi er 17%. Ennþá, 10 árum eftir að þessum tilraunum lauk, halda stjórnvöld því fram að þær hafi verið „hreinar“, skaðlausar. Í herstöðinni L’Ile Longue nálægt Brest í norðvesturhluta Frakklands eru 288 kjarnaoddar sem er á við 2000 Hírósímasprengjur. Ekki mikið miðað við það sem Bandaríkin eiga, en nóg samt. 19. janúar sl. hélt Jacques Chirac forseti ræðu í þessari herstöð og hótaði þá hverju því ríki kjarnorkuárás sem beitti Frakka hryðjuverkum. Hann sagði líka að stefna Frakka varðandi fyrirbyggjandi varnir kjarnorkuvopna hefði verið víkkuð út og snerist nú einnig um að verja „mikilvæg aðföng“ landsins, og er það túlkað sem olía, en hótunina telja margir að beinist m.a. að Írak. Og Frakkar eru að auka við kjarnorkuvopnabirgðir sínar. Meðal annars eru þeir að þróa ný flugskeyti og nýja kjarnaodda. Þetta er ótvírætt brot á 6. grein Samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT-samningsins): Sérhver samningsaðili skuldbindur sig til þess að halda áfram í góðri trú samningum um raunhæfar ráðstafanir varðandi stöðvun kjarnavopnakapphlaupsins innan skamms tíma og eyðingu kjarnavopna og um samning um algjöra afvopnun undir ströngu og raunhæfu, alþjóðlegu eftirliti. Einar Ólafsson tók saman

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA verður haldinn sunnudaginn 2. desember nk. í Friðarhúsi. Skipuð hefur verið uppstillingarnefnd sem …

SHA_forsida_top

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands: Í rúm ellefu …

SHA_forsida_top

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Langt er um liðið frá því að Samtök hernaðarandstæðinga urðu við ákalli erlendra friðarhreyfinga og …

SHA_forsida_top

Carl Sagan

Carl Sagan

SHA_forsida_top

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

eftir Þórarin Hjartarson Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla Voðaleg slagsíða er í fréttaflutningi íslenskra …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október. Gestakokkur verður að þessu sinni hagfræðingurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Hinir sívinsælu málsverðir Friðarhúss hefjast að nýju föstudaginn 28. september. Haustgrænmetið verður í fyrirrúmi á …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna þotudrauma

Ályktun vegna þotudrauma

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vekur athygli á nýlegum fréttum af hollenska fyrirtækinu ECA Programs, sem virðast …

SHA_forsida_top

Merkiskona fellur frá

Merkiskona fellur frá

Systir Anne Montgomery, einhver kunnasta baráttukona bandarískrar friðarhreyfingar, lést á dögunum. Hún tók virkan þátt …

SHA_forsida_top

Heræfingar nyrðra

Heræfingar nyrðra

Upp á síðkastið hefur portúgölsk flugsveit verið við heræfingar hér á landi. Meðal annars hafa …

SHA_forsida_top

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Þórarinn Hjartarson flutti ræðu á kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst sl. Á fimmta tug …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga við kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík 9.ágúst 2012. Kertafleyting friðarsinna á …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn ÁG/HS Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki …