BREYTA

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

Kjarnorkusprengja 27. janúar sl. voru liðin 10 ár frá því að Frakkar hættu að tilraunum sínum með kjarnorkuvopn á Kyrrahafinu, en þær höfðu þá staðið í 30 ár. Á árunum 1966 til 1996 gerðu Frakkar 193 tilraunir með kjarnorkuvopn, ýmist í andrúmsloftinu eða neðanjarðar, á kóraleyjunum Moruroa og Fangataufa í Polýnesíu. Margir halda að þetta sé bara liðin saga. En fyrir starfsmenn sem unnu við þessar tilraunir var þetta aðeins upphafið að langri baráttu, baráttu við heilsubrest og sjúkdóma sem áður voru óþekktir á svæðinu. Árið 2001 stofnuðu þeir samtök til að berjast fyrir hagsmunum sínum, Moruroa e tatou (Moruroa og við), og eru um 1000 félagar í þeim. Helstu baráttumál samtakanna eru að franska ríkið viðurkenni ábyrgð sína gagnvart starfsmönnunum, að hernaðarleg skjalasöfn verði opnuð svo að hægt verði að leiða í ljós sannleikann um hið svokallaða „meinleysi tilraunanna“, að franska þingið setji lög sem tryggi réttindi starfsmanna sem hafa misst heilsuna vegna tilraunanna og að franska ríkið borgi þeim skaðabætur. Sambærileg samtök franskra starfsmanna við tilraunir í Sahara og Polýnesíu hafa verið stofnuð og eru um 700 félagar í þeim. Rannsókn sem gerð hefur verið á heilbrigði þeirra sýnir að 85% þeirra búa við heilsubrest og 32% þeirra hafa fengið krabbamein, en meðaltíðni krabbameins í Frakklandi er 17%. Ennþá, 10 árum eftir að þessum tilraunum lauk, halda stjórnvöld því fram að þær hafi verið „hreinar“, skaðlausar. Í herstöðinni L’Ile Longue nálægt Brest í norðvesturhluta Frakklands eru 288 kjarnaoddar sem er á við 2000 Hírósímasprengjur. Ekki mikið miðað við það sem Bandaríkin eiga, en nóg samt. 19. janúar sl. hélt Jacques Chirac forseti ræðu í þessari herstöð og hótaði þá hverju því ríki kjarnorkuárás sem beitti Frakka hryðjuverkum. Hann sagði líka að stefna Frakka varðandi fyrirbyggjandi varnir kjarnorkuvopna hefði verið víkkuð út og snerist nú einnig um að verja „mikilvæg aðföng“ landsins, og er það túlkað sem olía, en hótunina telja margir að beinist m.a. að Írak. Og Frakkar eru að auka við kjarnorkuvopnabirgðir sínar. Meðal annars eru þeir að þróa ný flugskeyti og nýja kjarnaodda. Þetta er ótvírætt brot á 6. grein Samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT-samningsins): Sérhver samningsaðili skuldbindur sig til þess að halda áfram í góðri trú samningum um raunhæfar ráðstafanir varðandi stöðvun kjarnavopnakapphlaupsins innan skamms tíma og eyðingu kjarnavopna og um samning um algjöra afvopnun undir ströngu og raunhæfu, alþjóðlegu eftirliti. Einar Ólafsson tók saman

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Síðastliðinn laugardag, 5. maí, var haldin í Prag alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu. Tékkneskir hernaðarandstæðingar …

SHA_forsida_top

Vestrænt siðferði í verki

Vestrænt siðferði í verki

Bandaríska ríkið veitti helmingi meira fé til að rannsaka ástarleiki Bill Clintons, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, …

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Eftir innrás Bandaríkjanna og fleiri ríkja í Írak 2003 var settur upp dómstóll í anda …

SHA_forsida_top

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minnast með virðingu Péturs Péturssonar sem borinn var til hinstu hvílu í dag …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK

Fundurinn hefst með sameiginlegu borðhaldi. Listakokkurinn Ruby (Veróníka S.K. Palaniandy) mun sjá um matseldina ásamt …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útláni

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Þetta er fyrirsögn á fréttasíðum Textavarps Ríkisútvarpsins í …

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2007

1. maí kaffi SHA 2007

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir …

SHA_forsida_top

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Undirritaður, fulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í utanríkismálanefnd, er því að sjálfsögðu fylgjandi að …

SHA_forsida_top

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. …