BREYTA

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk þann 27. Andstæðingar kjarnorkuvopna voru ekki sérlega bjartsýnir með þessa ráðstefnu enda hefur horft heldur illa með kjarnorkuafvopnun síðan síðasta ráðstefna var haldin fyrir fimm árum og má helst kenna bandarískum stjórnvöldum um eins og rakið var í grein hér á síðunni 20. maí. Því miður reyndist ekki ástæða til bjartsýni. Skammarleg tímasóun, sagði Rebecca Johnson frá The Acronym Institute sem fylgdist með ráðstefnunni og hefur flutt af henni fréttir á vefsíðunni Acronym. Fyrri ráðstefnum (þ.á.m. tveim síðustu 1995 og 2000) hefur stundum lokið með lokaskjali sem hefur gefið fyrirheit um að aðildarríki samningsins muni vinna enn frekar að markmiðum hans, sem eru annars vegar að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna og hins vegar að útrýma kjarnorkuvopnum með öllu. Lokayfirlýsing þessarar ráðstefnu var hins vegar innantómt formsatriði. Margir telja Bandaríkin bera höfuðábyrgð á árangusrleysi ráðstefnunnar. Þau hafi engan vilja sýnt til að stuðla að árangri enda er það yfirlýst stefna bandarískra stjórnvalda að efla kjarnorkuvopnabúnað sinn. En þótt ráðstefnan sjálf hafi ekki borið mikinn árangur er ýmislegt jákvætt í gangi. 21. apríl samþykkti öldungadeild belgíska þingsins ályktun um kjarnorkuafvopnun og krafðist þess að öll bandarísk kjarnorkuvopn í Belgíu verði flutt brott, en Belgía er eitt af sex NATO-ríkjum í Evrópu þar sem eru bandarísk kjarnorkuvopn. Í byrjun maí, við upphaf NPT-ráðstefnunnar, sagði Joschka Fischer utanríkisráðherra Þýskalands að hugsanlegt væri að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu frumkvæði að því að öll kjarnorkuvopn yrðu flutt frá Þýskalandi og skömmu seinna tilkynnti Peter Struck varnarmálaráðherra að hann hygðist taka málið upp innan NATO. Varnarmálaráðherra Frakklands, Michele Alliot-Marie, hefur tekið undir með hinum þýska starfsbróður sínum og einn af leiðtogum belgískra sósíaldemókrata, Dirk van der Maelen, hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Belgíu ætti að hafa frumkvæði að því innan NATO að öll kjarnorkuvopn verði fjarlægð frá Evrópu enda væri það í stefnuskrá Flæmska sósíalistaflokkins að Evrópa yði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Ályktunartillaga um brottflutning kjarnorkuvopna hefur nú verið lögð fyrir belgíska þingið. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í október verður haldinn föstudagskvöldið 25. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Það er komið að fyrsta fjáröflunarmálsverði haustsins, föstudagskvöldið 27. september. Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðill: …

SHA_forsida_top

UVG mótmæla Nató-forkólfi

UVG mótmæla Nató-forkólfi

Ungliðar í Vinstri grænum boða til mótmæla við Norræna húsið fimmtudaginn 19. september kl. 9:30, …

SHA_forsida_top

Listin að selja stríð

Listin að selja stríð

(Þessi grein var send Fréttablaðinu 24. ágúst, þremur dögum eftir efnavopnaárásina í Damaskus, en blaðið …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um Sýrland

SHA og MFÍK funda um Sýrland

Samtök hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sameiginlegs fundar um málefni Sýrlands …

SHA_forsida_top

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Eftirfarandi pistill er eftir Þórarinn Hjartarson, formann Norðurlandsdeildar SHA. Árásarhneigð Vesturveldanna – með Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Samtök friðarhreyfinga vítt og breitt um Evrópu hafa á síðustu sólarhringum mótmælt harðlega grímulausum stríðsundirbúningi …

SHA_forsida_top

About Us - Extended

About Us - Extended

We've had the privilege to work with some awesome clients Phasellus enim libero, …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í lýðræðisfélaginu Öldu flutti ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

WHO birti upplýsingarnar!

WHO birti upplýsingarnar!

Samtök hernaðarandstæðinga eru ásamt MFÍK aðilar að alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að banni við notkun …

SHA_forsida_top

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

14.-20. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Allar upplýsingar má nálgast hér …

SHA_forsida_top

Headers

Headers

Check Out Some Of The Possible Combinations Every site should have its …

SHA_forsida_top

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Árið 1985 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga að fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna …