BREYTA

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk þann 27. Andstæðingar kjarnorkuvopna voru ekki sérlega bjartsýnir með þessa ráðstefnu enda hefur horft heldur illa með kjarnorkuafvopnun síðan síðasta ráðstefna var haldin fyrir fimm árum og má helst kenna bandarískum stjórnvöldum um eins og rakið var í grein hér á síðunni 20. maí. Því miður reyndist ekki ástæða til bjartsýni. Skammarleg tímasóun, sagði Rebecca Johnson frá The Acronym Institute sem fylgdist með ráðstefnunni og hefur flutt af henni fréttir á vefsíðunni Acronym. Fyrri ráðstefnum (þ.á.m. tveim síðustu 1995 og 2000) hefur stundum lokið með lokaskjali sem hefur gefið fyrirheit um að aðildarríki samningsins muni vinna enn frekar að markmiðum hans, sem eru annars vegar að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna og hins vegar að útrýma kjarnorkuvopnum með öllu. Lokayfirlýsing þessarar ráðstefnu var hins vegar innantómt formsatriði. Margir telja Bandaríkin bera höfuðábyrgð á árangusrleysi ráðstefnunnar. Þau hafi engan vilja sýnt til að stuðla að árangri enda er það yfirlýst stefna bandarískra stjórnvalda að efla kjarnorkuvopnabúnað sinn. En þótt ráðstefnan sjálf hafi ekki borið mikinn árangur er ýmislegt jákvætt í gangi. 21. apríl samþykkti öldungadeild belgíska þingsins ályktun um kjarnorkuafvopnun og krafðist þess að öll bandarísk kjarnorkuvopn í Belgíu verði flutt brott, en Belgía er eitt af sex NATO-ríkjum í Evrópu þar sem eru bandarísk kjarnorkuvopn. Í byrjun maí, við upphaf NPT-ráðstefnunnar, sagði Joschka Fischer utanríkisráðherra Þýskalands að hugsanlegt væri að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu frumkvæði að því að öll kjarnorkuvopn yrðu flutt frá Þýskalandi og skömmu seinna tilkynnti Peter Struck varnarmálaráðherra að hann hygðist taka málið upp innan NATO. Varnarmálaráðherra Frakklands, Michele Alliot-Marie, hefur tekið undir með hinum þýska starfsbróður sínum og einn af leiðtogum belgískra sósíaldemókrata, Dirk van der Maelen, hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Belgíu ætti að hafa frumkvæði að því innan NATO að öll kjarnorkuvopn verði fjarlægð frá Evrópu enda væri það í stefnuskrá Flæmska sósíalistaflokkins að Evrópa yði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Ályktunartillaga um brottflutning kjarnorkuvopna hefur nú verið lögð fyrir belgíska þingið. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …