BREYTA

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk þann 27. Andstæðingar kjarnorkuvopna voru ekki sérlega bjartsýnir með þessa ráðstefnu enda hefur horft heldur illa með kjarnorkuafvopnun síðan síðasta ráðstefna var haldin fyrir fimm árum og má helst kenna bandarískum stjórnvöldum um eins og rakið var í grein hér á síðunni 20. maí. Því miður reyndist ekki ástæða til bjartsýni. Skammarleg tímasóun, sagði Rebecca Johnson frá The Acronym Institute sem fylgdist með ráðstefnunni og hefur flutt af henni fréttir á vefsíðunni Acronym. Fyrri ráðstefnum (þ.á.m. tveim síðustu 1995 og 2000) hefur stundum lokið með lokaskjali sem hefur gefið fyrirheit um að aðildarríki samningsins muni vinna enn frekar að markmiðum hans, sem eru annars vegar að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna og hins vegar að útrýma kjarnorkuvopnum með öllu. Lokayfirlýsing þessarar ráðstefnu var hins vegar innantómt formsatriði. Margir telja Bandaríkin bera höfuðábyrgð á árangusrleysi ráðstefnunnar. Þau hafi engan vilja sýnt til að stuðla að árangri enda er það yfirlýst stefna bandarískra stjórnvalda að efla kjarnorkuvopnabúnað sinn. En þótt ráðstefnan sjálf hafi ekki borið mikinn árangur er ýmislegt jákvætt í gangi. 21. apríl samþykkti öldungadeild belgíska þingsins ályktun um kjarnorkuafvopnun og krafðist þess að öll bandarísk kjarnorkuvopn í Belgíu verði flutt brott, en Belgía er eitt af sex NATO-ríkjum í Evrópu þar sem eru bandarísk kjarnorkuvopn. Í byrjun maí, við upphaf NPT-ráðstefnunnar, sagði Joschka Fischer utanríkisráðherra Þýskalands að hugsanlegt væri að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu frumkvæði að því að öll kjarnorkuvopn yrðu flutt frá Þýskalandi og skömmu seinna tilkynnti Peter Struck varnarmálaráðherra að hann hygðist taka málið upp innan NATO. Varnarmálaráðherra Frakklands, Michele Alliot-Marie, hefur tekið undir með hinum þýska starfsbróður sínum og einn af leiðtogum belgískra sósíaldemókrata, Dirk van der Maelen, hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Belgíu ætti að hafa frumkvæði að því innan NATO að öll kjarnorkuvopn verði fjarlægð frá Evrópu enda væri það í stefnuskrá Flæmska sósíalistaflokkins að Evrópa yði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Ályktunartillaga um brottflutning kjarnorkuvopna hefur nú verið lögð fyrir belgíska þingið. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …