BREYTA

Kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög

Árið 2001 fóru Samtök herstöðvaandstæðinga þess á leit við sveitarstjórnir um allt land að þær lýstu viðkomandi sveitarfélög kjarnorkuvopnalaus svæði. Samtökin vísuðu til átaks sem stóð yfir víða um heim undir nafninu Abolition 2000. Víðast hvar fékk þetta erindi góðar undirtektir og fór svo að langflest sveitarfélög samþykktu yfirlýsingu þessa efnis og er þá ýmist vísað til kjarnorkuvopna eða gereyðingarvopna almennt. Þetta þýðir að geymsla slíkra vopna eða umferð með þau eru bönnuð innan sveitarfélagsins. Í ársbyrjun 2008 eru 74 sveitarfélög á Íslandi yfirlýst kjarnorkuvopnalaus svæði (ath. í sumum tilvikum hafa sveitarfélög sameinast, en þegar sveitarstjórnir sveitarfélaga, sem að sameiningunni stóðu, höfðu samþykkt slíka yfirlýsingu gildir hún væntanlega í hinu sameinaða sveitarfélagi). Í aðeins fimm sveitarfélögum hefur slík yfirlýsing ekki enn verið samþykkt. Það má því segja að Ísland sé að langmestu leyti friðað fyrir kjarnorkuvopnum samkvæmt samþykktum sveitarstjórna. Eftirtalin sveitarfélög eru yfirlýst kjarnorkuvopnalaus svæði í ársbyrjun 2008: Reykjavíkurborg Kópavogsbær Seltjarnarneskaupstaður Garðabær Hafnarfjarðarkaupstaður Sveitarfélagið Álftanes Mosfellsbær Kjósarhreppur Grindavíkurbær Sveitarfélagið Garður Akraneskaupstaður Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Dalabyggð Bolungarvíkurkaupstaður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Bæjarhreppur Strandabyggð Sveitarfélagið Skagafjörður Húnaþing vestra Blönduóssbær Sveitarfélagið Skagaströnd Skagabyggð Húnavatnshreppur Akrahreppur Akureyrarkaupstaður Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Grímseyjarhreppur Arnarneshreppur Eyjafjarðarsveit Hörgárbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Aðaldælahreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Svalbarðshreppur Langanesbyggð Seyðisfjarðarkaupstaður Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótsdalshérað Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Árborg Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus Skeiða- og Gnúpverjahreppur Bláskógabyggð Flóahreppur Í ársbyrjun 2008 hefur ekki enn verið samþykkt að lýsa eftirtalin sveitarfélög kjarnorkuvopnalaus svæði: Reykjanesbær Sandgerðisbær Sveitarfélagið Vogar Skútustaðahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …