BREYTA

Kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög

Árið 2001 fóru Samtök herstöðvaandstæðinga þess á leit við sveitarstjórnir um allt land að þær lýstu viðkomandi sveitarfélög kjarnorkuvopnalaus svæði. Samtökin vísuðu til átaks sem stóð yfir víða um heim undir nafninu Abolition 2000. Víðast hvar fékk þetta erindi góðar undirtektir og fór svo að langflest sveitarfélög samþykktu yfirlýsingu þessa efnis og er þá ýmist vísað til kjarnorkuvopna eða gereyðingarvopna almennt. Þetta þýðir að geymsla slíkra vopna eða umferð með þau eru bönnuð innan sveitarfélagsins. Í ársbyrjun 2008 eru 74 sveitarfélög á Íslandi yfirlýst kjarnorkuvopnalaus svæði (ath. í sumum tilvikum hafa sveitarfélög sameinast, en þegar sveitarstjórnir sveitarfélaga, sem að sameiningunni stóðu, höfðu samþykkt slíka yfirlýsingu gildir hún væntanlega í hinu sameinaða sveitarfélagi). Í aðeins fimm sveitarfélögum hefur slík yfirlýsing ekki enn verið samþykkt. Það má því segja að Ísland sé að langmestu leyti friðað fyrir kjarnorkuvopnum samkvæmt samþykktum sveitarstjórna. Eftirtalin sveitarfélög eru yfirlýst kjarnorkuvopnalaus svæði í ársbyrjun 2008: Reykjavíkurborg Kópavogsbær Seltjarnarneskaupstaður Garðabær Hafnarfjarðarkaupstaður Sveitarfélagið Álftanes Mosfellsbær Kjósarhreppur Grindavíkurbær Sveitarfélagið Garður Akraneskaupstaður Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Dalabyggð Bolungarvíkurkaupstaður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Bæjarhreppur Strandabyggð Sveitarfélagið Skagafjörður Húnaþing vestra Blönduóssbær Sveitarfélagið Skagaströnd Skagabyggð Húnavatnshreppur Akrahreppur Akureyrarkaupstaður Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Grímseyjarhreppur Arnarneshreppur Eyjafjarðarsveit Hörgárbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Aðaldælahreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Svalbarðshreppur Langanesbyggð Seyðisfjarðarkaupstaður Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótsdalshérað Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Árborg Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus Skeiða- og Gnúpverjahreppur Bláskógabyggð Flóahreppur Í ársbyrjun 2008 hefur ekki enn verið samþykkt að lýsa eftirtalin sveitarfélög kjarnorkuvopnalaus svæði: Reykjanesbær Sandgerðisbær Sveitarfélagið Vogar Skútustaðahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur

Færslur

SHA_forsida_top

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. Glæsilegt hlaðborð: * Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og …

SHA_forsida_top

Jemen: týnda stríðið

Jemen: týnda stríðið

Félagsfundur SHA mánudaginn 23. nóv. kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Harðvítugt borgarastríð geisar nú …

SHA_forsida_top

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

  Félagsfundur í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 19.nóv. kl. 20 Stöðugt dynja á okkur fréttir af málefnum …

SHA_forsida_top

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á þessari samkomu á vegum friðarsamtakanna SGI, sem hafa um árabil …

SHA_forsida_top

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Sjálfbærni – nýtni – friður Haustið er tími uppskerunnar og tími breytinga. Föstudagskvöldið 30. október …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Þórarinn Hjartarson flutti meðfylgjandi erindi þann 17. október sl. Fyrst eru það nokkrar staðreyndir sem …

SHA_forsida_top

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Opinn fundur í Friðarhúsi laugardaginn 17. október kl. 14. Tengist flóttamannastraumurinn til Evrópu endurnýjaðri …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður

Friðarmálsverður

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 25. september. Harpa Stefánsdóttir og Ármann Gunnarsson …

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld

Nýliðakvöld

Þriðjudaginn 15. september kl. 20 verður haldið nýliðakvöld Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsinu. Þar gefst nýjum …

SHA_forsida_top

Búum til þúsund pappírströnur!

Búum til þúsund pappírströnur!

Margir hafa vafalítið heyrt söguna af Sadako Sasaki, japönsku stúlkunni sem var fórnarlamb kjarnorkusprengjunnar í …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Friðarhús verður opið á Menningarnótt Reykjavíkur þann 22. ágúst n.k. frá kl. 13 til 16. …

SHA_forsida_top

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Valgerður H. Bjarnadóttir trúarbragðafræðingur flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Kæru …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður og friðarsinni flutti eftirfarandi ávarp við Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Ágæta …