BREYTA

Kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög

Árið 2001 fóru Samtök herstöðvaandstæðinga þess á leit við sveitarstjórnir um allt land að þær lýstu viðkomandi sveitarfélög kjarnorkuvopnalaus svæði. Samtökin vísuðu til átaks sem stóð yfir víða um heim undir nafninu Abolition 2000. Víðast hvar fékk þetta erindi góðar undirtektir og fór svo að langflest sveitarfélög samþykktu yfirlýsingu þessa efnis og er þá ýmist vísað til kjarnorkuvopna eða gereyðingarvopna almennt. Þetta þýðir að geymsla slíkra vopna eða umferð með þau eru bönnuð innan sveitarfélagsins. Í ársbyrjun 2008 eru 74 sveitarfélög á Íslandi yfirlýst kjarnorkuvopnalaus svæði (ath. í sumum tilvikum hafa sveitarfélög sameinast, en þegar sveitarstjórnir sveitarfélaga, sem að sameiningunni stóðu, höfðu samþykkt slíka yfirlýsingu gildir hún væntanlega í hinu sameinaða sveitarfélagi). Í aðeins fimm sveitarfélögum hefur slík yfirlýsing ekki enn verið samþykkt. Það má því segja að Ísland sé að langmestu leyti friðað fyrir kjarnorkuvopnum samkvæmt samþykktum sveitarstjórna. Eftirtalin sveitarfélög eru yfirlýst kjarnorkuvopnalaus svæði í ársbyrjun 2008: Reykjavíkurborg Kópavogsbær Seltjarnarneskaupstaður Garðabær Hafnarfjarðarkaupstaður Sveitarfélagið Álftanes Mosfellsbær Kjósarhreppur Grindavíkurbær Sveitarfélagið Garður Akraneskaupstaður Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Dalabyggð Bolungarvíkurkaupstaður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Bæjarhreppur Strandabyggð Sveitarfélagið Skagafjörður Húnaþing vestra Blönduóssbær Sveitarfélagið Skagaströnd Skagabyggð Húnavatnshreppur Akrahreppur Akureyrarkaupstaður Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Grímseyjarhreppur Arnarneshreppur Eyjafjarðarsveit Hörgárbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Aðaldælahreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Svalbarðshreppur Langanesbyggð Seyðisfjarðarkaupstaður Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótsdalshérað Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Árborg Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus Skeiða- og Gnúpverjahreppur Bláskógabyggð Flóahreppur Í ársbyrjun 2008 hefur ekki enn verið samþykkt að lýsa eftirtalin sveitarfélög kjarnorkuvopnalaus svæði: Reykjanesbær Sandgerðisbær Sveitarfélagið Vogar Skútustaðahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur

Færslur

SHA_forsida_top

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Sýrland er fyrirferðarmikið í heimsfréttunum. Hörð átök geysa í landinu og friðarhorfur ekki góðar. Hver …

SHA_forsida_top

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

Ályktun frá hernaðarandstæðingum á Norðurlandi Orustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Afmælisdagskráin 16. maí

Afmælisdagskráin 16. maí

Dagskrá afmælishátíðar SHA í Iðnó miðvikudagskvöldið 16. maí er óðum að taka á sig mynd. …

SHA_forsida_top

40 ár fyrir friði

40 ár fyrir friði

Samtök hernaðarandstæðinga rekja sögu sína aftur til Glæsibæjarfundarins sem haldinn var 16. maí árið 1972. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 9. Maí kl. 19 í Friðarhúsi. Þær Harpa Stefánsdóttir, formaður, …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2012

1. maí kaffi SHA 2012

Hið rómaða 1. maí kaffi SHA verður haldið í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins og hefst …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, sá fyrsti eftir stórtækar framkvæmdir á ytra byrði hússins, verður haldinn föstudagskvöldið 27. …

SHA_forsida_top

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

MFÍK og VÍK (VInáttufélag Íslands og Kúbu efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 18. …

SHA_forsida_top

30. mars í Friðarhúsi

30. mars í Friðarhúsi

30. mars er mikilvæg dagsetning í sögu íslenskrar friðarbaráttu, en þann dag var aðild Íslands …

SHA_forsida_top

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. …

SHA_forsida_top

8. mars

8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti- Vorið kallar Iðnó, kl. 17-18:30 Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Fastir miðnefndarfundir Samtaka hernaðarandstæðinga eru fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 19:30 í Friðarhúsi. Minnt er …

SHA_forsida_top

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

eftir Þórarinn Hjartarson Bandaríkin og bandamenn þeirra flytja nú herafla m.a. frá Írak og Líbíu …

SHA_forsida_top

Stærstu málaliðaherir heims

Stærstu málaliðaherir heims

Vægi einkafyrirtækja og málaliðaherja fer sífellt vaxandi í nútímahernaði. Hér er áhugaverð samantekt vefútgáfu Business …