BREYTA

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

kjarnorku Þessi grein birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 25. febrúar 2006 Viðleitni Íransstjórnar til að auðga úran hefur vakið hörð viðbrögð á alþjóðavettvangi. Leiðtogar Vesturveldanna hafa ekki farið í grafgötur með þá stefnu sína að taka málið upp í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og fá þar samþykktar refsiaðgerðir gegn Írönum ef stjórnvöld í Teheran leggi kjarnorkuáætlanir sínar ekki á hilluna í eitt skipti fyrir öll. Hins vegar má spyrja hversu trúverðugur málflutningur Bandaríkjamanna, Breta og Frakka er þegar kemur að kjarnorkuvopnum. Samkvæmt tölum frá bandaríska tímaritinu Bulletin of Atomic Scientists eiga kjarnorkuveldi heimsins a.m.k. 14.000 kjarnaodda í skotstöðu (operational) sem eru tilbúnir til árásar með litlum sem engum fyrirvara. Samkomulag um bann við tilraunasprengingum (Comprehensive Test Ban Treaty) frá 1996 hefur ekki verið fullgilt af Bandaríkjastjórn, enda þótt öll kjarnorkuveldin nema Indland og Pakistan hafi undirritað samninginn á sínum tíma. Þá hefur Bandaríkjastjórn einhliða sagt upp ABM-sáttmálanum um afvopnun, án þess að líkur séu á að nýr afvopnunarsamningur komi í stað hans. Stefna Bandaríkjastjórnar virðist vera sú að önnur ríki skuli afvopnast en á meðan auki hún sjálf vígbúnað sinn og hafi óheft svigrúm til tilrauna með ný kjarnorkuvopn. Opinber stefna Bandaríkjastjórnar eru sú að Bandaríkin muni ekki nota kjarnorkuvopn gegn ríki sem ekki búi yfir slíkum vopnum. Í raun hefur Bandaríkjastjórn margsinnis hótað slíkum árásum. Til eru ríkisstjórnir sem virðast tilbúnar að fylgja Bandaríkjastjórn fram á brúnina. Varnarmálaráðherra Bretlands, Geoff Hoon, hefur lýst því yfir að Bretar væru tilbúnir að nota kjarnorkusprengjur „við réttar aðstæður“ og gegn ríkjum sem ekki eigi kjarnorkuvopn. Í orði kveðnu óttast ríki heimsins smygl og verslun með kjarnorkuvopn, ekki síst til ríkja sem Bandaríkjastjórn er uppsigað við og kallar útlagaríki. Einfaldasta leiðin til að fylgjast með slíku væri að gera lista yfir sprengjur sem kjarnorkuveldin eiga eða efni sem til er í þær. En ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rússlands hafa neitað að gera slíkan lista. Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa engan aðgang að kjarnaoddum þeirra ríkja sem eiga 96% af kjarnorkuvopnum heimsins! Bandaríkjastjórn hefur um 480 kjarnorkuflaugar á meginlandi Evrópu, hálfum öðrum áratug eftir endalok kalda stríðsins. Önnur kjarnorkuveldi eiga mun færri sprengjur; en ríkisstjórn Bretlands hefur uppi áform um að endurnýja kjarnorkuflaugar sínar, þrátt fyrir að ekki sé hægt að benda á neinn óvin sem Bretlandi standi ógn af. Kjarnaoddum Kínverja hefur hins vegar ekki fjölgað í rúm 20 ár, þrátt fyrir endurteknar spár bandarískra hernaðaryfirvalda um það. Ekki má svo gleyma því kjarnorkuveldi sem einna mest leynd hvílir yfir, en það er Ísrael. Að mati sérfræðinga ræður Ísraelsher yfir um 75-200 kjarnaoddum. Ljóst er að tilvist þessara vopna veldur miklu óöryggi í Austurlöndum nær og er trúlega ástæða þess að önnur ríki kunna að hafa áform um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þar að auki stangast þessi vopn á við sáttmálann um útbreiðslu kjarnorkuvopna. Samt sem áður verður ekki vart við neinn alþjóðlegan þrýsting á Ísraelsmenn um að láta þau af hendi. Í áliti Alþjóðadómstólsins í Haag frá 8. júlí 1996 er úrskurðað að notkun kjarnorkuvopna að fyrra bragði sé ólögleg undir öllum kringumstæðum og ríkjum heims beri að stefna að útrýmingu slíkra vopna. Þessi úrskurður merkir í raun að alþjóðadómstóllinn telur kjarnorkuvopn ólögleg. Í samræmi við þetta hefur Malasía nokkrum sinnum lagt tillögu fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár. Í henni felst að ríkjum heimsins beri að ná samkomulagi um að banna hvers konar framleiðslu og meðferð kjarnorkuvopna, ekki síst beitingu kjarnorkuvopna eða hótun um að beita þeim. Jafnframt beri að útrýma slíkum vopnum hið bráðasta.Tillaga þessi hefur jafnan hlotið góðar undirtektir og má taka sem dæmi atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1. desember 1999. Þá greiddu 114 ríki tillögunni atkvæði og hún var samþykkt. Hins vegar greiddu 28 ríki atkvæði á móti þessari tillögu um kjarnorkuafvopnun og 22 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna. Ekkert NATO-ríki þorði að styðja tillöguna, en sum söfnuðu þó kjarki til að sitja hjá, t.d. Kanada og Noregur. Þau aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem standa þver gegn afvopnun eru ekki mörg en þau hafa heilmikið vægi í Öryggisráðinu og eiga fjóra af fimm fastafulltrúum þar. Það er fyrst og fremst tvískinnungur kjarnorkuveldanna sem veldur því að afvopnunarmál eru í sjálfheldu og framtíð án kjarnorkuvopna er ennþá utan seilingar. Sverrir Jakobsson

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00 MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar) …

SHA_forsida_top

SHA og 11. september

SHA og 11. september

Hér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

eftir Þórarinn Hjartarson Ég er orðinn nokkurn veginn sannfærður um að voðaverkin í New York …

SHA_forsida_top

Rússar troða illsakir við granna sína

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar …

SHA_forsida_top

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar …

SHA_forsida_top

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: …

SHA_forsida_top

Dagfari á netinu

Dagfari á netinu

Tímarit SHA, Dagfari, kom út í nóvember og hefur verið borið út til félagsmanna. Blaðið …

SHA_forsida_top

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna …

SHA_forsida_top

Upplestur á málsverði

Upplestur á málsverði

Staðfest hefur verið að rithöfundurinn Óskar Árni Óskarsson mun lesa úr verkum sínum á fjáröflunarmálsverði …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi

Málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðurinn í Friðarhúsi, föstudagskvöldið 30. nóvember er glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: …

SHA_forsida_top

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …