BREYTA

Komum taumhaldi á vopnin

Amnesty International hefur undanfarin fimm ár staðið að herferðinni „Komum taumhaldi á vopni“ ásamt samtökunum Oxfam og International Action Network on Small Arms (IANSA). Amnesty International sendi félögum sínum nýlega áminningu um þessa herferð: Vöktum gerð vopnaviðskiptasáttmála Taktu þátt í að þrýsta á gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála Á hverju ári líða milljónir manna fyrir óábyrg vopnasöluviðskipti, um heim allan. Um eitt þúsund einstaklingar láta lífið af vopna völdum á hverjum degi, og enn fleiri særast eða þurfa að þola pyndingar og illa meðferð af hendi vopnaðra aðila. Afleiðingar þessa á innviði samfélagsins eru jafnframt alvarlegar. Í fjölda landa sligast ekki einungis heilbrigðiskerfið undan álaginu heldur jafnframt efnahagurinn, sérstaklega þar sem hann er bágur fyrir. Gegndarlaus verslun með vopn viðheldur víða fátækt og mismunun. Frá því að herferð Amnesty International, Oxfam og International Action Network on Small Arms (IANSA), Komum böndum á vopnin hófst í október 2003 hafa rúmlega milljón einstaklinga skrifað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings við gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála. Sáttmálinn hefur þann tilgang að styrkja eftirlit með vopnaviðskiptum og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu. Nauðsyn á alþjóðlegum vopnaviðskiptasáttmála er brýn, ef koma á í veg fyrir að vopn falli í rangar hendur og stuðli að alvarlegum mannréttindabrotum og brotum á mannúðarlögum. Samþykkt alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála mun tryggja að vopn verði ekki seld til landa þar sem mannréttindabrot eru í hámarki og hætta er á vopnuðum átökum. Í desember 2006 náðist mikilvægur áfangi í herferðinni þegar 153 ríki Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði með gerð vopnaviðskiptasáttmála. Miklu varðar að halda Sameinuðu þjóðunum við efnið í aðdraganda Allsherjarþingsins í október á þessu ári. Skilaboðin eru þau að heimurinn fylgist með og vaktar vinnu þessara þjóða við gerð sáttmálans. Þú getur hjálpað með því að styðja herferðina, Komum böndum á vopnin og þrýst á ríki heims að ljúka við gerð vopnaviðskiptasáttmála hið fyrsta. Sjá nánar á vef AI: KOMUM TAUMHALDI Á VOPNIN

Færslur

SHA_forsida_top

Blóðugt ár í Írak

Blóðugt ár í Írak

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. …

SHA_forsida_top

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

Höfundur ljósmynda: Óli Gneisti Sóleyjarson This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial …

SHA_forsida_top

Óli Gneisti

Óli Gneisti

SHA_forsida_top

Ljósmyndir

Ljósmyndir

SHA_forsida_top

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar …

SHA_forsida_top

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. …

SHA_forsida_top

Shortcode Generator

Shortcode Generator

Nectar Shortcodes Come In a Visually Intuitive Generator This allows you to create …

SHA_forsida_top

Intuitive Options Panel

Intuitive Options Panel

The Control You Desire, All Available At Your Fingertips Experience our user …

SHA_forsida_top

HD Video Series

HD Video Series

Videos Get Posted For Every Major Release Stop feeling overwhelmed by long text …

SHA_forsida_top

Ályktun frá landsfundi

Ályktun frá landsfundi

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember …