BREYTA

Komum taumhaldi á vopnin

Amnesty International hefur undanfarin fimm ár staðið að herferðinni „Komum taumhaldi á vopni“ ásamt samtökunum Oxfam og International Action Network on Small Arms (IANSA). Amnesty International sendi félögum sínum nýlega áminningu um þessa herferð: Vöktum gerð vopnaviðskiptasáttmála Taktu þátt í að þrýsta á gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála Á hverju ári líða milljónir manna fyrir óábyrg vopnasöluviðskipti, um heim allan. Um eitt þúsund einstaklingar láta lífið af vopna völdum á hverjum degi, og enn fleiri særast eða þurfa að þola pyndingar og illa meðferð af hendi vopnaðra aðila. Afleiðingar þessa á innviði samfélagsins eru jafnframt alvarlegar. Í fjölda landa sligast ekki einungis heilbrigðiskerfið undan álaginu heldur jafnframt efnahagurinn, sérstaklega þar sem hann er bágur fyrir. Gegndarlaus verslun með vopn viðheldur víða fátækt og mismunun. Frá því að herferð Amnesty International, Oxfam og International Action Network on Small Arms (IANSA), Komum böndum á vopnin hófst í október 2003 hafa rúmlega milljón einstaklinga skrifað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings við gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála. Sáttmálinn hefur þann tilgang að styrkja eftirlit með vopnaviðskiptum og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu. Nauðsyn á alþjóðlegum vopnaviðskiptasáttmála er brýn, ef koma á í veg fyrir að vopn falli í rangar hendur og stuðli að alvarlegum mannréttindabrotum og brotum á mannúðarlögum. Samþykkt alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála mun tryggja að vopn verði ekki seld til landa þar sem mannréttindabrot eru í hámarki og hætta er á vopnuðum átökum. Í desember 2006 náðist mikilvægur áfangi í herferðinni þegar 153 ríki Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði með gerð vopnaviðskiptasáttmála. Miklu varðar að halda Sameinuðu þjóðunum við efnið í aðdraganda Allsherjarþingsins í október á þessu ári. Skilaboðin eru þau að heimurinn fylgist með og vaktar vinnu þessara þjóða við gerð sáttmálans. Þú getur hjálpað með því að styðja herferðina, Komum böndum á vopnin og þrýst á ríki heims að ljúka við gerð vopnaviðskiptasáttmála hið fyrsta. Sjá nánar á vef AI: KOMUM TAUMHALDI Á VOPNIN

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

4. spurning: Telur hreyfing ykkar að „loftrýmiseftirlit“ Nató-þjóða við Ísland þjóni einhverjum tilgangi - sé …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

3. spurning: Telur hreyfing ykkar rétt að binda í stjórnarskrá að Ísland megi aldrei fara …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Friðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð …

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Þann 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. …

SHA_forsida_top

Matseðill föstudagsins

Matseðill föstudagsins

Matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudag liggur nú fyrir. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. * …

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Um þessar mundir eru sextíu ár frá stofnun hernaðarbandalagsins Nató. Að því tilefni munu Samtök …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli

Útifundur á Austurvelli

Aðild Íslands að Nató mótmælt á 60 ára afmæli Natóinngöngunnar.

SHA_forsida_top

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis …

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Myndasýning frá Austurvelli

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Operation Gladio - bresk heimildarmynd.

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató í nútíð og framtíð, Silja Bára Ómarsdóttir.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sunnudaginn 8.mars 2009 kl.14 Breytt samfélag – aukinn jöfnuð! Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

SHA hafa um langt skeið barist fyrir friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. …