BREYTA

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra gegn George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem er væntanlegur til landsins á morgun. Kært er vegna meintrar hlutdeildar George H.W. Bush í stríðsglæpum, glæpum gegn mannkyninu, glæpum gegn friði og glæpum gegn alþjóðlega vernduðum einstaklingum. Hópurinn krefst þess, á grundvelli vitneskju sem hann leggur fram og lagalegs rökstuðnings, að George H.W. Bush „verði kyrrsettur á Íslandi meðan meint hlutdeild hans að þessum alþjóðaglæpum er rannsökuð.“ Bendi niðurstaða rannsóknarinnar til þess að ástæða sé til að lögsækja hann, „er mælst til þess að réttað verði yfir honum fyrir íslenskum dómstólum eða að hann verði framseldur alþjóðlegum dómstól sem hefði umboð til að rétta í hans máli.“ Meðal þeirra brota sem hópurinn sakar Bush um, er hlutdeild hans í árásarstríði gegn Panama árið 1989 og ránið á forseta landsins, Noriega; undirbúningur og framkvæmd Persaflóastríðsins árið 1991; og viðskiptabannið gegn Írak. Yfir ein milljón manns lét lífið vegna ákvarðana þessa manns. Hópurinn telur að íslenskir dómstólar séu bærir til að dæma í máli hans og að íslensk yfirvöld beri skyldu samkvæmt alþjóðasamningum til að handtaka og lögsækja hann, eða framselja hann til annars lands, reynist grunur um hlutdeild hans í tilteknum alþjóðaglæpum á rökum reistur. Hópurinn leggur áherslu á að kæran er ekki lögð fram vegna smámuna eða vegna stjórnmálalegra skoðana. „George H.W. Bush hefur augsýnilega tekið þátt í verkum sem hafa valdið dauða, heilsumissi, örkumli, fátækt, og þjáningum heilla þjóða. Þessir glæpir eru með þeim mestu sem framdir hafa verið í lok tuttugustu aldar,“ segir hópurinn og ætlast til þess að ákæruvaldið „starfi í samræmi við siðareglur evrópskra ríkissaksóknara ...og standi vörð um siðferðislegar og lagalegar skyldur Íslands að alþjóðalögum, samningum og sáttmálum.“ Talsmaður hópsins er Elías Davíðsson. Kæran er birt í heild sinni á vefsíðunni ALDEILIS.NET

Færslur

SHA_forsida_top

Blóðugt ár í Írak

Blóðugt ár í Írak

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. …

SHA_forsida_top

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

Höfundur ljósmynda: Óli Gneisti Sóleyjarson This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial …

SHA_forsida_top

Óli Gneisti

Óli Gneisti

SHA_forsida_top

Ljósmyndir

Ljósmyndir

SHA_forsida_top

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar …

SHA_forsida_top

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. …

SHA_forsida_top

Shortcode Generator

Shortcode Generator

Nectar Shortcodes Come In a Visually Intuitive Generator This allows you to create …

SHA_forsida_top

Intuitive Options Panel

Intuitive Options Panel

The Control You Desire, All Available At Your Fingertips Experience our user …

SHA_forsida_top

HD Video Series

HD Video Series

Videos Get Posted For Every Major Release Stop feeling overwhelmed by long text …

SHA_forsida_top

Ályktun frá landsfundi

Ályktun frá landsfundi

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember …