BREYTA

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra gegn George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem er væntanlegur til landsins á morgun. Kært er vegna meintrar hlutdeildar George H.W. Bush í stríðsglæpum, glæpum gegn mannkyninu, glæpum gegn friði og glæpum gegn alþjóðlega vernduðum einstaklingum. Hópurinn krefst þess, á grundvelli vitneskju sem hann leggur fram og lagalegs rökstuðnings, að George H.W. Bush „verði kyrrsettur á Íslandi meðan meint hlutdeild hans að þessum alþjóðaglæpum er rannsökuð.“ Bendi niðurstaða rannsóknarinnar til þess að ástæða sé til að lögsækja hann, „er mælst til þess að réttað verði yfir honum fyrir íslenskum dómstólum eða að hann verði framseldur alþjóðlegum dómstól sem hefði umboð til að rétta í hans máli.“ Meðal þeirra brota sem hópurinn sakar Bush um, er hlutdeild hans í árásarstríði gegn Panama árið 1989 og ránið á forseta landsins, Noriega; undirbúningur og framkvæmd Persaflóastríðsins árið 1991; og viðskiptabannið gegn Írak. Yfir ein milljón manns lét lífið vegna ákvarðana þessa manns. Hópurinn telur að íslenskir dómstólar séu bærir til að dæma í máli hans og að íslensk yfirvöld beri skyldu samkvæmt alþjóðasamningum til að handtaka og lögsækja hann, eða framselja hann til annars lands, reynist grunur um hlutdeild hans í tilteknum alþjóðaglæpum á rökum reistur. Hópurinn leggur áherslu á að kæran er ekki lögð fram vegna smámuna eða vegna stjórnmálalegra skoðana. „George H.W. Bush hefur augsýnilega tekið þátt í verkum sem hafa valdið dauða, heilsumissi, örkumli, fátækt, og þjáningum heilla þjóða. Þessir glæpir eru með þeim mestu sem framdir hafa verið í lok tuttugustu aldar,“ segir hópurinn og ætlast til þess að ákæruvaldið „starfi í samræmi við siðareglur evrópskra ríkissaksóknara ...og standi vörð um siðferðislegar og lagalegar skyldur Íslands að alþjóðalögum, samningum og sáttmálum.“ Talsmaður hópsins er Elías Davíðsson. Kæran er birt í heild sinni á vefsíðunni ALDEILIS.NET

Færslur

SHA_forsida_top

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með …

SHA_forsida_top

Borgarstjóri á réttri leið

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 …

SHA_forsida_top

Aðventufundur Feministafélagsins

Aðventufundur Feministafélagsins

Feministafélagið fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

eftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í …

SHA_forsida_top

Össur ginnkeyptur

Össur ginnkeyptur

eftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði …

SHA_forsida_top

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 30. nóv. 2010 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu …

SHA_forsida_top

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

Eitt þeirra atriða sem frambjóðendur til stjórnlagaþings gátu tekið afstöðu til í spurningalista DV, sem …

SHA_forsida_top

Friðlýsingu, tafarlaust!

Friðlýsingu, tafarlaust!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, hvetur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til að …

SHA_forsida_top

Heimur án kjarnorkuvopna

Heimur án kjarnorkuvopna

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, lýsir áhyggjum af þeim fregnum sem borist hafa …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, minnir á þá gömlu kröfu sína að íslensku …

SHA_forsida_top

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, krefst þess að herstöðvasamningi Íslands við Bandaríkin verði …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fyrir starfsárið 2010-2011 var kjörin á landsráðstefnu hinn 24. nóvember 2010. …