BREYTA

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra gegn George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem er væntanlegur til landsins á morgun. Kært er vegna meintrar hlutdeildar George H.W. Bush í stríðsglæpum, glæpum gegn mannkyninu, glæpum gegn friði og glæpum gegn alþjóðlega vernduðum einstaklingum. Hópurinn krefst þess, á grundvelli vitneskju sem hann leggur fram og lagalegs rökstuðnings, að George H.W. Bush „verði kyrrsettur á Íslandi meðan meint hlutdeild hans að þessum alþjóðaglæpum er rannsökuð.“ Bendi niðurstaða rannsóknarinnar til þess að ástæða sé til að lögsækja hann, „er mælst til þess að réttað verði yfir honum fyrir íslenskum dómstólum eða að hann verði framseldur alþjóðlegum dómstól sem hefði umboð til að rétta í hans máli.“ Meðal þeirra brota sem hópurinn sakar Bush um, er hlutdeild hans í árásarstríði gegn Panama árið 1989 og ránið á forseta landsins, Noriega; undirbúningur og framkvæmd Persaflóastríðsins árið 1991; og viðskiptabannið gegn Írak. Yfir ein milljón manns lét lífið vegna ákvarðana þessa manns. Hópurinn telur að íslenskir dómstólar séu bærir til að dæma í máli hans og að íslensk yfirvöld beri skyldu samkvæmt alþjóðasamningum til að handtaka og lögsækja hann, eða framselja hann til annars lands, reynist grunur um hlutdeild hans í tilteknum alþjóðaglæpum á rökum reistur. Hópurinn leggur áherslu á að kæran er ekki lögð fram vegna smámuna eða vegna stjórnmálalegra skoðana. „George H.W. Bush hefur augsýnilega tekið þátt í verkum sem hafa valdið dauða, heilsumissi, örkumli, fátækt, og þjáningum heilla þjóða. Þessir glæpir eru með þeim mestu sem framdir hafa verið í lok tuttugustu aldar,“ segir hópurinn og ætlast til þess að ákæruvaldið „starfi í samræmi við siðareglur evrópskra ríkissaksóknara ...og standi vörð um siðferðislegar og lagalegar skyldur Íslands að alþjóðalögum, samningum og sáttmálum.“ Talsmaður hópsins er Elías Davíðsson. Kæran er birt í heild sinni á vefsíðunni ALDEILIS.NET

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …