BREYTA

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra gegn George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem er væntanlegur til landsins á morgun. Kært er vegna meintrar hlutdeildar George H.W. Bush í stríðsglæpum, glæpum gegn mannkyninu, glæpum gegn friði og glæpum gegn alþjóðlega vernduðum einstaklingum. Hópurinn krefst þess, á grundvelli vitneskju sem hann leggur fram og lagalegs rökstuðnings, að George H.W. Bush „verði kyrrsettur á Íslandi meðan meint hlutdeild hans að þessum alþjóðaglæpum er rannsökuð.“ Bendi niðurstaða rannsóknarinnar til þess að ástæða sé til að lögsækja hann, „er mælst til þess að réttað verði yfir honum fyrir íslenskum dómstólum eða að hann verði framseldur alþjóðlegum dómstól sem hefði umboð til að rétta í hans máli.“ Meðal þeirra brota sem hópurinn sakar Bush um, er hlutdeild hans í árásarstríði gegn Panama árið 1989 og ránið á forseta landsins, Noriega; undirbúningur og framkvæmd Persaflóastríðsins árið 1991; og viðskiptabannið gegn Írak. Yfir ein milljón manns lét lífið vegna ákvarðana þessa manns. Hópurinn telur að íslenskir dómstólar séu bærir til að dæma í máli hans og að íslensk yfirvöld beri skyldu samkvæmt alþjóðasamningum til að handtaka og lögsækja hann, eða framselja hann til annars lands, reynist grunur um hlutdeild hans í tilteknum alþjóðaglæpum á rökum reistur. Hópurinn leggur áherslu á að kæran er ekki lögð fram vegna smámuna eða vegna stjórnmálalegra skoðana. „George H.W. Bush hefur augsýnilega tekið þátt í verkum sem hafa valdið dauða, heilsumissi, örkumli, fátækt, og þjáningum heilla þjóða. Þessir glæpir eru með þeim mestu sem framdir hafa verið í lok tuttugustu aldar,“ segir hópurinn og ætlast til þess að ákæruvaldið „starfi í samræmi við siðareglur evrópskra ríkissaksóknara ...og standi vörð um siðferðislegar og lagalegar skyldur Íslands að alþjóðalögum, samningum og sáttmálum.“ Talsmaður hópsins er Elías Davíðsson. Kæran er birt í heild sinni á vefsíðunni ALDEILIS.NET

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Aðalsalur Friðarhúss er í útleigu vegna einkafundar.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Sigríður Kristinsdóttir, …

SHA_forsida_top

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Tveir fundir voru haldnir í Reykjavík 18. mars til að mótmæla Íraksstríðinu. Húsfyllir var á …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn stríðinu í Írak á alþjóðlegum baráttudegi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15 Samtök herstöðvaandstæðinga Morgunkaffi verður í Friðarhúsi frá kl. …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Heimildarmyndin Uncovered - The War on Iraq verður sýnd í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Æsum til friðar

Æsum til friðar

Tónleikar á Gauknum 17. mars Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin - …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. …

SHA_forsida_top

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA) ætlar að hittast á Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn …

SHA_forsida_top

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd …

SHA_forsida_top

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn …