BREYTA

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

raudurfani Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir friði og gegn heimsvaldastefnu á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Það hefur farið í taugarnar ýsmum, en við látum okkur það í léttu rúmi liggja enda er augljóst að hernaður og heimsvaldastefna koma fyrst og fremst niður á hinni vinnandi alþýðu og auk þess veit það hver sá sem hefur eitthvað kynnt sér sögu verkalýðshreyfingarinnar á heimsvísu að barátta fyrir friði hefur alltaf verið hluti af baráttu hennar, þó svo hún hafi stundum þurft að taka upp vopn til að verjast. fridarfani2 Þessi barátta er ekki síður brýn nú en fyrr. Þess vegna stefnum við að því að gera hana áberandi 1. maí. Þöggun þessa málefnis nú í aðdraganda kosninganna kallar enn frekar á að við minnum á okkur nú rétt fyrir kosningar. Þess vegna er ætlunin að koma saman í Friðarhúsinu á horni Njálsgötu og Snorrabrautar mánudagskvöldið 30. apríl kl. 8 og útbúa kröfuspjöld til að bera í kröfugönginni í Reykjavík 1. maí. Félagar í SHA og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma og leggja hönd á plóginn. Málning verður á staðnum en ekki væri verra ef menn gripu með sér pensil. Svo minnum við á hið hefðbundna morgunkaffi SHA 1. maí. Það verður að sjálfsögðu í Friðarhúsinu, húsið verður opnað kl. 10:30, samkoman hefst formlega kl. 11 en húsið verður auðvitað opið og kaffi á könnunni framundir það að fylkt verður liði undir rauðum fánum og kröfum um bætt kjör og frið í heimi.

Færslur

SHA_forsida_top

Airwaves í Friðarhúsi

Airwaves í Friðarhúsi

Í ár verður Friðarhús í fyrsta sinn hluti af hliðardagskrá Airwaves-tónlistarhátíðarinnar (off-venue). Síðdegis, þrjá af …

SHA_forsida_top

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um Sýrlandsstríðið. Aðsendar greinar …

SHA_forsida_top

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardag, en það kemur ekki í veg fyrir að hinn …

SHA_forsida_top

Sýrlandsstríðið

Sýrlandsstríðið

Berglind Gunnarsdóttir rithöfundur birti meðfylgjandi grein á Vísi þann 26. sept. síðastliðinn. Greinar á Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Kosningapróf RÚV hefur vakið mikla athygli. Meðal þess sem spurt var um í prófinu var …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 30. september n.k. Fiskisúpugengið Lára Jóna, …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason Hildur Knútsdóttir flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Aumur feluleikur stjórnvalda

Aumur feluleikur stjórnvalda

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld undirritað samkomulag …

SHA_forsida_top

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um alþjóða- og efnahagsmál. …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður á maímánaðar

Friðarmálsverður á maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður Friðarhúss

Aprílmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. apríl n.k. Að þessu sinni munu fulltrúar í miðnefnd …

SHA_forsida_top

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Fundur um hernám Marokkóstjórnar á Vestur Sahara í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 5. apríl kl. …

SHA_forsida_top

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Sýrlandi. …